Ekki búið að semja um aðild Íslands Sveinn Arnarsson skrifar 12. október 2018 07:00 Íslenskur lyfjamarkaður er afar lítill og veldur áhyggjum erlendra lyfjarisa Ísland hefur ekki skrifað undir samkomulag um þátttöku í samnorrænu lyfjaútboði sem á að fara fram í byrjun árs. Lyfjafyrirtæki lýstu yfir áhyggjum af aðild Íslands að útboðinu á sameiginlegum fundi með mögulegum aðildarríkjum í lok síðasta mánaðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná niður kostnaðinum við lyfjakaup. Undirbúningsvinna vegna hins sameiginlega lyfjaútboðs hefur verið á hendi Amgros í samvinnu við stjórnvöld og stofnanir landanna. Völdum tilboðsgjöfum var boðið á kynninguna sem var haldin í Danmörku þann 28. september síðastliðinn. Að henni lokinni gafst tækifæri til umræðna um útboðskröfur, markaðsleyfi og afhendingu lyfja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins komu fram á fundinum áhyggjur og óánægja tilboðsgjafanna með að Ísland verði mögulegur aðili að útboðinu og þá hvernig Ísland gæti verið aðili. Fyrirtækin hafa áhyggjur af því að hér á landi geti ekki verið til samkeppnismarkaður um lyf vegna smæðar markaðarins samanborið við markaðinn í Danmörku og Noregi sem séu margfalt stærri. „Það er mikilvægt fyrir Ísland og Norðurlöndin að finna leiðir til að standa saman í þessum efnum. Þetta er mikilvægt hagsmunamál fyrir notendur heilbrigðiskerfa á Norðurlöndum,“ segir Svandís. Eins og staðan er núna hafa aðeins Noregur og Danmörk skrifað undir samkomulag um að taka þátt í þessu sameiginlega útboði. Íslendingar og Svíar hafa ekki gert það. „Mér er ekki ljóst nákvæmlega hvernig það bar að, en þessu samtali er ekki lokið og samskipti ríkjanna eru enn í gangi. Við höfum verið í þessum samstarfshópi um árabil og það er bara ekki að fullu til lykta leitt,“ segir Svandís Hún segir viljann vera einnig til staðar á Norðurlöndum með aðkomu Íslands að verkefninu. Fréttablaðið hefur einnig staðfest vilja bæði heilbrigðisráðherra Norðmanna og Dana til þess að Ísland verði hluti af útboðinu. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Ísland hefur ekki skrifað undir samkomulag um þátttöku í samnorrænu lyfjaútboði sem á að fara fram í byrjun árs. Lyfjafyrirtæki lýstu yfir áhyggjum af aðild Íslands að útboðinu á sameiginlegum fundi með mögulegum aðildarríkjum í lok síðasta mánaðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná niður kostnaðinum við lyfjakaup. Undirbúningsvinna vegna hins sameiginlega lyfjaútboðs hefur verið á hendi Amgros í samvinnu við stjórnvöld og stofnanir landanna. Völdum tilboðsgjöfum var boðið á kynninguna sem var haldin í Danmörku þann 28. september síðastliðinn. Að henni lokinni gafst tækifæri til umræðna um útboðskröfur, markaðsleyfi og afhendingu lyfja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins komu fram á fundinum áhyggjur og óánægja tilboðsgjafanna með að Ísland verði mögulegur aðili að útboðinu og þá hvernig Ísland gæti verið aðili. Fyrirtækin hafa áhyggjur af því að hér á landi geti ekki verið til samkeppnismarkaður um lyf vegna smæðar markaðarins samanborið við markaðinn í Danmörku og Noregi sem séu margfalt stærri. „Það er mikilvægt fyrir Ísland og Norðurlöndin að finna leiðir til að standa saman í þessum efnum. Þetta er mikilvægt hagsmunamál fyrir notendur heilbrigðiskerfa á Norðurlöndum,“ segir Svandís. Eins og staðan er núna hafa aðeins Noregur og Danmörk skrifað undir samkomulag um að taka þátt í þessu sameiginlega útboði. Íslendingar og Svíar hafa ekki gert það. „Mér er ekki ljóst nákvæmlega hvernig það bar að, en þessu samtali er ekki lokið og samskipti ríkjanna eru enn í gangi. Við höfum verið í þessum samstarfshópi um árabil og það er bara ekki að fullu til lykta leitt,“ segir Svandís Hún segir viljann vera einnig til staðar á Norðurlöndum með aðkomu Íslands að verkefninu. Fréttablaðið hefur einnig staðfest vilja bæði heilbrigðisráðherra Norðmanna og Dana til þess að Ísland verði hluti af útboðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira