Keisaraskurður verður æ algengari Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. október 2018 07:00 Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala. Keisaraskurður var gerður í 21 prósenti allra fæðinga í heiminum árið 2015. Hlutfallið var 12 prósent árið 2000. Þetta kemur fram í umfangsmikilli rannsókn á tíðni keisaraskurða í 169 löndum en niðurstöður hennar voru birtar í þremur vísindagreinum í læknaritinu The Lancet í gærkvöld. Í lokaorðum fyrstu greinarinnar, sem tekur til hnattrænnar faraldsfræði keisaraskurða, ítreka rannsóknarhöfundarnir að þrátt fyrir ótvíræða kosti keisaraskurðar sé aukin tíðni hans verulegt áhyggjuefni. Þá sérstaklega í ljósi þess að fjölgun síðustu ára megi að stórum hluta rekja til tilfella þar sem læknisfræðileg rök eru ekki meginforsenda ákvörðunar um keisaraskurð. „Þungun og fæðingarhríðir eru eðlileg ferli, sem í flestum tilfellum heppnast vel. Aukin tíðni keisaraskurða, sem fyrst og fremst á sér stað í efnuðum löndum og ekki í læknisfræðilegum tilgangi, er mikið áhyggjuefni vegna þeirrar auknu áhættu sem fylgir aðgerðinni fyrir móður og barn,“ segir dr. Marleen Temmerman, aðalhöfundur greinarinnar. „Keisaraskurður getur bjargað mannslífum í þeim tilfellum þar sem vandkvæði koma upp. Því verðum við að auka aðgengi að þessu úrræði í fátækari löndum. Hvarvetna á að vera hægt að framkvæma keisaraskurð, en við verðum að varast það að ofnota hann.“ Áætlað er að þörf sé á keisaraskurði í um 10 til 15 prósentum fæðinga. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að í einu af hverjum fjórum löndum er hlutfall keisaraskurðar undir þessum viðmiðunarmörkum. Aftur á móti er hlutfallið yfir viðmiðunarmörkum í flestum löndum, eða 106 af 169 löndum. Í að minnsta kosti 15 löndum er keisaraskurður framkvæmdur í yfir 40 prósentum fæðinga. Hlutfallið er hæst í Dóminíska lýðveldinu eða 58 prósent. Þar á eftir kemur Brasilía þar sem hlutfallið er tæplega 56 prósent. Höfundarnir benda á að þegar vandkvæði koma upp á meðgöngu eða í fæðingu getur keisaraskurður aukið lífslíkur. Aftur á móti felur keisaraskurður í sér skammtíma- og langtímaáhrif fyrir móður og barn. Höfundarnir ítreka að þetta sé ekki mikil áhættuaukning, en þó marktæk. Hjá móður tekur þetta til áhættunnar sem fylgir opinni skurðaðgerð, örmyndunar í móðurkviði, óeðlilegs þroska fylgjunnar, utanlegsfósturs og andvana fæðingar. Þegar barnið er annars vegar eru nýframkomnar rannsóknir sem sýna fram á að keisarafæðing geti haft áhrif á heilsu barnsins, þó óvíst sé hversu mikil þau eru til lengri tíma. Áhrif til skemmri tíma eru meðal annars breytt starfsemi ónæmiskerfisins sem aukið getur líkur á ofnæmi og astma og einnig breytt bakteríuflóru í meltingarvegi. Tíðni keisaraskurða á Íslandi hefur hækkað hratt í byrjun níunda áratugar síðustu aldar en nokkuð hefur hægt á þeirri aukningu á undanförnum árum. Á tíu ára tímabili, frá 2006 til 2016, voru framkvæmdir 7.839 keisaraskurðir, eða um 16 prósent allra fæðinga. Markvisst hefur verið unnið að því á Landspítala að fækka óþarfa keisaraskurðaðgerðum. „Þetta er nákvæmlega það sem við erum að vinna að alla daga, að halda fjölda keisaraskurða niðri eins og við getum,“ segir Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala og sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Hún er stödd í Brasilíu á þingi Alþjóðasamtaka fæðinga- og kvensjúkdómalækna. Á þinginu verða vísindagreinarnar þrjár kynntar. Ebba Margrét segir mun meira um það nú en áður að konur séu að biðja um keisaraskurð sem ekki er læknisfræðilega nauðsynlegt að gera. „Það eru margar ástæður fyrir beiðninni. Sumar konur hafa orðið fyrir ofbeldi í æsku og vilja ekki fæðingu, aðrar eiga erfiðar fæðingar að baki. Svo eru ekkert allar konur sem líta á fæðinguna sem náttúrulegt ferli, þær vilja ekki finna til. Á Landspítalanum viljum við gera allt út frá læknisfræðilegum og faglegum viðmiðum, það er okkar markmið.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Keisaraskurður var gerður í 21 prósenti allra fæðinga í heiminum árið 2015. Hlutfallið var 12 prósent árið 2000. Þetta kemur fram í umfangsmikilli rannsókn á tíðni keisaraskurða í 169 löndum en niðurstöður hennar voru birtar í þremur vísindagreinum í læknaritinu The Lancet í gærkvöld. Í lokaorðum fyrstu greinarinnar, sem tekur til hnattrænnar faraldsfræði keisaraskurða, ítreka rannsóknarhöfundarnir að þrátt fyrir ótvíræða kosti keisaraskurðar sé aukin tíðni hans verulegt áhyggjuefni. Þá sérstaklega í ljósi þess að fjölgun síðustu ára megi að stórum hluta rekja til tilfella þar sem læknisfræðileg rök eru ekki meginforsenda ákvörðunar um keisaraskurð. „Þungun og fæðingarhríðir eru eðlileg ferli, sem í flestum tilfellum heppnast vel. Aukin tíðni keisaraskurða, sem fyrst og fremst á sér stað í efnuðum löndum og ekki í læknisfræðilegum tilgangi, er mikið áhyggjuefni vegna þeirrar auknu áhættu sem fylgir aðgerðinni fyrir móður og barn,“ segir dr. Marleen Temmerman, aðalhöfundur greinarinnar. „Keisaraskurður getur bjargað mannslífum í þeim tilfellum þar sem vandkvæði koma upp. Því verðum við að auka aðgengi að þessu úrræði í fátækari löndum. Hvarvetna á að vera hægt að framkvæma keisaraskurð, en við verðum að varast það að ofnota hann.“ Áætlað er að þörf sé á keisaraskurði í um 10 til 15 prósentum fæðinga. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að í einu af hverjum fjórum löndum er hlutfall keisaraskurðar undir þessum viðmiðunarmörkum. Aftur á móti er hlutfallið yfir viðmiðunarmörkum í flestum löndum, eða 106 af 169 löndum. Í að minnsta kosti 15 löndum er keisaraskurður framkvæmdur í yfir 40 prósentum fæðinga. Hlutfallið er hæst í Dóminíska lýðveldinu eða 58 prósent. Þar á eftir kemur Brasilía þar sem hlutfallið er tæplega 56 prósent. Höfundarnir benda á að þegar vandkvæði koma upp á meðgöngu eða í fæðingu getur keisaraskurður aukið lífslíkur. Aftur á móti felur keisaraskurður í sér skammtíma- og langtímaáhrif fyrir móður og barn. Höfundarnir ítreka að þetta sé ekki mikil áhættuaukning, en þó marktæk. Hjá móður tekur þetta til áhættunnar sem fylgir opinni skurðaðgerð, örmyndunar í móðurkviði, óeðlilegs þroska fylgjunnar, utanlegsfósturs og andvana fæðingar. Þegar barnið er annars vegar eru nýframkomnar rannsóknir sem sýna fram á að keisarafæðing geti haft áhrif á heilsu barnsins, þó óvíst sé hversu mikil þau eru til lengri tíma. Áhrif til skemmri tíma eru meðal annars breytt starfsemi ónæmiskerfisins sem aukið getur líkur á ofnæmi og astma og einnig breytt bakteríuflóru í meltingarvegi. Tíðni keisaraskurða á Íslandi hefur hækkað hratt í byrjun níunda áratugar síðustu aldar en nokkuð hefur hægt á þeirri aukningu á undanförnum árum. Á tíu ára tímabili, frá 2006 til 2016, voru framkvæmdir 7.839 keisaraskurðir, eða um 16 prósent allra fæðinga. Markvisst hefur verið unnið að því á Landspítala að fækka óþarfa keisaraskurðaðgerðum. „Þetta er nákvæmlega það sem við erum að vinna að alla daga, að halda fjölda keisaraskurða niðri eins og við getum,“ segir Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala og sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Hún er stödd í Brasilíu á þingi Alþjóðasamtaka fæðinga- og kvensjúkdómalækna. Á þinginu verða vísindagreinarnar þrjár kynntar. Ebba Margrét segir mun meira um það nú en áður að konur séu að biðja um keisaraskurð sem ekki er læknisfræðilega nauðsynlegt að gera. „Það eru margar ástæður fyrir beiðninni. Sumar konur hafa orðið fyrir ofbeldi í æsku og vilja ekki fæðingu, aðrar eiga erfiðar fæðingar að baki. Svo eru ekkert allar konur sem líta á fæðinguna sem náttúrulegt ferli, þær vilja ekki finna til. Á Landspítalanum viljum við gera allt út frá læknisfræðilegum og faglegum viðmiðum, það er okkar markmið.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira