Keisaraskurður verður æ algengari Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. október 2018 07:00 Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala. Keisaraskurður var gerður í 21 prósenti allra fæðinga í heiminum árið 2015. Hlutfallið var 12 prósent árið 2000. Þetta kemur fram í umfangsmikilli rannsókn á tíðni keisaraskurða í 169 löndum en niðurstöður hennar voru birtar í þremur vísindagreinum í læknaritinu The Lancet í gærkvöld. Í lokaorðum fyrstu greinarinnar, sem tekur til hnattrænnar faraldsfræði keisaraskurða, ítreka rannsóknarhöfundarnir að þrátt fyrir ótvíræða kosti keisaraskurðar sé aukin tíðni hans verulegt áhyggjuefni. Þá sérstaklega í ljósi þess að fjölgun síðustu ára megi að stórum hluta rekja til tilfella þar sem læknisfræðileg rök eru ekki meginforsenda ákvörðunar um keisaraskurð. „Þungun og fæðingarhríðir eru eðlileg ferli, sem í flestum tilfellum heppnast vel. Aukin tíðni keisaraskurða, sem fyrst og fremst á sér stað í efnuðum löndum og ekki í læknisfræðilegum tilgangi, er mikið áhyggjuefni vegna þeirrar auknu áhættu sem fylgir aðgerðinni fyrir móður og barn,“ segir dr. Marleen Temmerman, aðalhöfundur greinarinnar. „Keisaraskurður getur bjargað mannslífum í þeim tilfellum þar sem vandkvæði koma upp. Því verðum við að auka aðgengi að þessu úrræði í fátækari löndum. Hvarvetna á að vera hægt að framkvæma keisaraskurð, en við verðum að varast það að ofnota hann.“ Áætlað er að þörf sé á keisaraskurði í um 10 til 15 prósentum fæðinga. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að í einu af hverjum fjórum löndum er hlutfall keisaraskurðar undir þessum viðmiðunarmörkum. Aftur á móti er hlutfallið yfir viðmiðunarmörkum í flestum löndum, eða 106 af 169 löndum. Í að minnsta kosti 15 löndum er keisaraskurður framkvæmdur í yfir 40 prósentum fæðinga. Hlutfallið er hæst í Dóminíska lýðveldinu eða 58 prósent. Þar á eftir kemur Brasilía þar sem hlutfallið er tæplega 56 prósent. Höfundarnir benda á að þegar vandkvæði koma upp á meðgöngu eða í fæðingu getur keisaraskurður aukið lífslíkur. Aftur á móti felur keisaraskurður í sér skammtíma- og langtímaáhrif fyrir móður og barn. Höfundarnir ítreka að þetta sé ekki mikil áhættuaukning, en þó marktæk. Hjá móður tekur þetta til áhættunnar sem fylgir opinni skurðaðgerð, örmyndunar í móðurkviði, óeðlilegs þroska fylgjunnar, utanlegsfósturs og andvana fæðingar. Þegar barnið er annars vegar eru nýframkomnar rannsóknir sem sýna fram á að keisarafæðing geti haft áhrif á heilsu barnsins, þó óvíst sé hversu mikil þau eru til lengri tíma. Áhrif til skemmri tíma eru meðal annars breytt starfsemi ónæmiskerfisins sem aukið getur líkur á ofnæmi og astma og einnig breytt bakteríuflóru í meltingarvegi. Tíðni keisaraskurða á Íslandi hefur hækkað hratt í byrjun níunda áratugar síðustu aldar en nokkuð hefur hægt á þeirri aukningu á undanförnum árum. Á tíu ára tímabili, frá 2006 til 2016, voru framkvæmdir 7.839 keisaraskurðir, eða um 16 prósent allra fæðinga. Markvisst hefur verið unnið að því á Landspítala að fækka óþarfa keisaraskurðaðgerðum. „Þetta er nákvæmlega það sem við erum að vinna að alla daga, að halda fjölda keisaraskurða niðri eins og við getum,“ segir Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala og sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Hún er stödd í Brasilíu á þingi Alþjóðasamtaka fæðinga- og kvensjúkdómalækna. Á þinginu verða vísindagreinarnar þrjár kynntar. Ebba Margrét segir mun meira um það nú en áður að konur séu að biðja um keisaraskurð sem ekki er læknisfræðilega nauðsynlegt að gera. „Það eru margar ástæður fyrir beiðninni. Sumar konur hafa orðið fyrir ofbeldi í æsku og vilja ekki fæðingu, aðrar eiga erfiðar fæðingar að baki. Svo eru ekkert allar konur sem líta á fæðinguna sem náttúrulegt ferli, þær vilja ekki finna til. Á Landspítalanum viljum við gera allt út frá læknisfræðilegum og faglegum viðmiðum, það er okkar markmið.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
Keisaraskurður var gerður í 21 prósenti allra fæðinga í heiminum árið 2015. Hlutfallið var 12 prósent árið 2000. Þetta kemur fram í umfangsmikilli rannsókn á tíðni keisaraskurða í 169 löndum en niðurstöður hennar voru birtar í þremur vísindagreinum í læknaritinu The Lancet í gærkvöld. Í lokaorðum fyrstu greinarinnar, sem tekur til hnattrænnar faraldsfræði keisaraskurða, ítreka rannsóknarhöfundarnir að þrátt fyrir ótvíræða kosti keisaraskurðar sé aukin tíðni hans verulegt áhyggjuefni. Þá sérstaklega í ljósi þess að fjölgun síðustu ára megi að stórum hluta rekja til tilfella þar sem læknisfræðileg rök eru ekki meginforsenda ákvörðunar um keisaraskurð. „Þungun og fæðingarhríðir eru eðlileg ferli, sem í flestum tilfellum heppnast vel. Aukin tíðni keisaraskurða, sem fyrst og fremst á sér stað í efnuðum löndum og ekki í læknisfræðilegum tilgangi, er mikið áhyggjuefni vegna þeirrar auknu áhættu sem fylgir aðgerðinni fyrir móður og barn,“ segir dr. Marleen Temmerman, aðalhöfundur greinarinnar. „Keisaraskurður getur bjargað mannslífum í þeim tilfellum þar sem vandkvæði koma upp. Því verðum við að auka aðgengi að þessu úrræði í fátækari löndum. Hvarvetna á að vera hægt að framkvæma keisaraskurð, en við verðum að varast það að ofnota hann.“ Áætlað er að þörf sé á keisaraskurði í um 10 til 15 prósentum fæðinga. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að í einu af hverjum fjórum löndum er hlutfall keisaraskurðar undir þessum viðmiðunarmörkum. Aftur á móti er hlutfallið yfir viðmiðunarmörkum í flestum löndum, eða 106 af 169 löndum. Í að minnsta kosti 15 löndum er keisaraskurður framkvæmdur í yfir 40 prósentum fæðinga. Hlutfallið er hæst í Dóminíska lýðveldinu eða 58 prósent. Þar á eftir kemur Brasilía þar sem hlutfallið er tæplega 56 prósent. Höfundarnir benda á að þegar vandkvæði koma upp á meðgöngu eða í fæðingu getur keisaraskurður aukið lífslíkur. Aftur á móti felur keisaraskurður í sér skammtíma- og langtímaáhrif fyrir móður og barn. Höfundarnir ítreka að þetta sé ekki mikil áhættuaukning, en þó marktæk. Hjá móður tekur þetta til áhættunnar sem fylgir opinni skurðaðgerð, örmyndunar í móðurkviði, óeðlilegs þroska fylgjunnar, utanlegsfósturs og andvana fæðingar. Þegar barnið er annars vegar eru nýframkomnar rannsóknir sem sýna fram á að keisarafæðing geti haft áhrif á heilsu barnsins, þó óvíst sé hversu mikil þau eru til lengri tíma. Áhrif til skemmri tíma eru meðal annars breytt starfsemi ónæmiskerfisins sem aukið getur líkur á ofnæmi og astma og einnig breytt bakteríuflóru í meltingarvegi. Tíðni keisaraskurða á Íslandi hefur hækkað hratt í byrjun níunda áratugar síðustu aldar en nokkuð hefur hægt á þeirri aukningu á undanförnum árum. Á tíu ára tímabili, frá 2006 til 2016, voru framkvæmdir 7.839 keisaraskurðir, eða um 16 prósent allra fæðinga. Markvisst hefur verið unnið að því á Landspítala að fækka óþarfa keisaraskurðaðgerðum. „Þetta er nákvæmlega það sem við erum að vinna að alla daga, að halda fjölda keisaraskurða niðri eins og við getum,“ segir Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala og sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Hún er stödd í Brasilíu á þingi Alþjóðasamtaka fæðinga- og kvensjúkdómalækna. Á þinginu verða vísindagreinarnar þrjár kynntar. Ebba Margrét segir mun meira um það nú en áður að konur séu að biðja um keisaraskurð sem ekki er læknisfræðilega nauðsynlegt að gera. „Það eru margar ástæður fyrir beiðninni. Sumar konur hafa orðið fyrir ofbeldi í æsku og vilja ekki fæðingu, aðrar eiga erfiðar fæðingar að baki. Svo eru ekkert allar konur sem líta á fæðinguna sem náttúrulegt ferli, þær vilja ekki finna til. Á Landspítalanum viljum við gera allt út frá læknisfræðilegum og faglegum viðmiðum, það er okkar markmið.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira