Fótbolti

750 miðar seldust á leikinn gegn Sviss er Birkir skoraði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir skoraði gott mark í kvöldi og miðasalan tók kipp.
Birkir skoraði gott mark í kvöldi og miðasalan tók kipp. vísir/getty

Þó nokkur fjöldi af miðum seldist á leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni eftir að Ísland gerði jafntefli við heimsmeistara Frakka í vináttulandsleik í gærkvöldi.

Áður en flautað var til leiks í Frakklandi í gær var einungis búið að selja fimm þúsund miða á leikinn gegn Sviss sem fer fram á Laugardalsvelli á mánudagskvöldið.

Þegar Íslendingar sáu í hvað stefndi í leiknum ruku miðarnir út. Mikil hreyfing átti sér stað á midi.is og sér í lagi eftir mark Birkis Bjarnasonar.

Birkir kom Íslandi yfir eftir hálftíma leik og þá voru Íslendingar fljótir að kaupa sér miða. KSÍ greinir frá því að 750 miðar hafi farið út eftir mark Birkis.

Ekki er orðið uppselt á leikinn en það þokast nær því að verða uppselt. Það er ljóst að strákarnir fá góðan stuðning á mánudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.