Fótbolti

Henry að taka við Mónakó

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thierry Henry spreytir sig sem aðalþjálfari.
Thierry Henry spreytir sig sem aðalþjálfari. vísir/getty
Frakkinn Thierry Henry mun taka við sínu fyrsta stjórastarfi um helgina er hann semur við Mónakó. Sky Sports fréttastofan greinir frá.

Leonardo Jardim, sem vann deildina með Mónakó fyrir tveimur tímabilum, var rekinn í gær en Mónakó hefur einungis unnið einn af fyrstu níu leikjunum í deildinni.

Viðræður Henry og Mónakó virðast vera langt á veg komnar en þó er ekki búið að kvitta undir samninginn. Það ku vera gert um helgina.

Aðrir sem komu til greina hjá Mónakó var Antonio Conte, fyrrum stjóri Chelsea, og Marcelo Gallardo, sem nú stýrir River Plate í Argentínu.

Það má segja að Henry sé að koma aftur heim því hann byrjaði sinn aðalliðsferil hjá Mónakó 1994 og vann deildin undir stjórn Jean Tigana þremur tímabilum síðar.

Undanfarin ár hefur Henry verið aðstoðarþjálfari belgíska landsliðins en hann neitaði að fara í viðræður við Aston Villa í síðustu viku er Steve Bruce var rekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×