Fótbolti

Mbappe sló met í jafnteflinu gegn Íslandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mbappe á opinni æfingu franska landsliðsins fyrir leikinn gegn Íslandi.
Mbappe á opinni æfingu franska landsliðsins fyrir leikinn gegn Íslandi. vísir/getty

Síðasta ár hjá Kylian Mbappe, framherja PSG og franska landsliðsins, er búið að vera lyginni líkast.

Mbappe lék stórt hlutverk er Frakkland varð heimsmeistari í sumar en hann varð á dögunum sá yngsti í sögunni til þess að verða tilnefndur til Ballon D'or.

Í úrslitaleiknum á HM skoraði hann eitt marka Frakka. Hann er fyrsti táningurinn til þess að skora í úrslitaleik HM síðan Pele skoraði.

Í gær bætti Mbappe enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn er hann varð fyrsti leikmaður franska landsliðsins undir tvítugu til þess að skora tíu mörk.

Tíunda markið kom í vináttulandsleik gegn Íslandi í gærkvöldi en Mbappe skoraði bæði mörk Frakka í 2-2 jafntefli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.