Salvini skipar flóttamönnum burt úr Riace Andri Eysteinsson skrifar 14. október 2018 15:58 Íbúar Riace gengu til stuðnings Lucano eftir að hann var fangelsaður. EPA/Marco Costantino Hundruðum flóttamanna hefur verið gert að yfirgefa ítalska smábæinn Riace í Kalabríuhéraði í suður Ítalíu. Riace hefur tekið við hlutfallslega miklum fjölda flóttamanna og hafa þeir að sögn Guardian endurlífgað bæjarlífið. 500 af um 2500 íbúum Riace eru flóttamenn. Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, úr Lega Nord flokknum fyrirskipaði brottflutninginn. Salvini útskýrði ákvörðunina á TwitterChi sbaglia, paga. Non si possono tollerare irregolarità nell’uso di fondi pubblici, nemmeno se c’è la scusa di spenderli per gli immigrati. https://t.co/n0T6MYg1LX — Matteo Salvini (@matteosalvinimi) October 13, 2018 Í færslunni sagði Salvini að ekki væri hægt að þola óþarfa eyðslu úr ríkissjóði þó eytt sé í flóttamenn. Ákvörðun Salvini kemur í kjölfarið á stofufangelsi bæjarstjóra Riace, Domenico Lucano og stöðvar „Sprar“ kerfið fyrir flóttafólk sem hefur verið við lýði síðan á síðustu öld. Lucano og Mario Oliverio forseti Kalabríuhéraðs hafa báðir gagnrýnt Salvini og ákvörðun hans um að stöðva verkefnið sem hefur í gegnum tíðina vakið athygli út fyrir landsteinana. Salvini og núverandi ríkisstjórn Ítalíu hefur heitið því að minnka fjárframlög og hefta aðgengi flóttamanna á Ítalíu. Salvini beindi athygli sinni í sumar að Lucano og verkefninu í Riace og fagnaði fregnum af handtöku bæjarstjórans. Bæjarstjórinn var handtekinn fyrir að hvetja ólöglega innflytjendur til dáða. Hann var meðal annars sakaður um að hafa skipulagt fjölda brúðkaupa til þess að tryggja flóttamönnum ítalskan ríkisborgararétt. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Sjá meira
Hundruðum flóttamanna hefur verið gert að yfirgefa ítalska smábæinn Riace í Kalabríuhéraði í suður Ítalíu. Riace hefur tekið við hlutfallslega miklum fjölda flóttamanna og hafa þeir að sögn Guardian endurlífgað bæjarlífið. 500 af um 2500 íbúum Riace eru flóttamenn. Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, úr Lega Nord flokknum fyrirskipaði brottflutninginn. Salvini útskýrði ákvörðunina á TwitterChi sbaglia, paga. Non si possono tollerare irregolarità nell’uso di fondi pubblici, nemmeno se c’è la scusa di spenderli per gli immigrati. https://t.co/n0T6MYg1LX — Matteo Salvini (@matteosalvinimi) October 13, 2018 Í færslunni sagði Salvini að ekki væri hægt að þola óþarfa eyðslu úr ríkissjóði þó eytt sé í flóttamenn. Ákvörðun Salvini kemur í kjölfarið á stofufangelsi bæjarstjóra Riace, Domenico Lucano og stöðvar „Sprar“ kerfið fyrir flóttafólk sem hefur verið við lýði síðan á síðustu öld. Lucano og Mario Oliverio forseti Kalabríuhéraðs hafa báðir gagnrýnt Salvini og ákvörðun hans um að stöðva verkefnið sem hefur í gegnum tíðina vakið athygli út fyrir landsteinana. Salvini og núverandi ríkisstjórn Ítalíu hefur heitið því að minnka fjárframlög og hefta aðgengi flóttamanna á Ítalíu. Salvini beindi athygli sinni í sumar að Lucano og verkefninu í Riace og fagnaði fregnum af handtöku bæjarstjórans. Bæjarstjórinn var handtekinn fyrir að hvetja ólöglega innflytjendur til dáða. Hann var meðal annars sakaður um að hafa skipulagt fjölda brúðkaupa til þess að tryggja flóttamönnum ítalskan ríkisborgararétt.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Sjá meira