Alfreð hefur engin áform um að yfirgefa Augsburg Smári Jökull Jónsson skrifar 14. október 2018 19:33 Alfreð líður vel í Þýskalandi. Vísir „Mér líður mjög vel hjá Augsburg," segir landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason sem var lengi frá vegna meiðsla. Hann segist hafa skýr markmið og að hann sé ekki á förum frá Þýskalandi. Eftir erfið meiðsli hefur Alfreð Finnbogason komið sterkur til baka í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta, búinn að skora fjögur mörk í tveimur leikjum. „Ég var mjög hungraður, ég verð að viðurkenna það. Bæði að koma til baka fyrir félagsliðið og landsliðið. Það var erfitt að horfa á landsliðið standa sig illa og maður var því miður bara uppi í sófa," segir Alfreð en Guðjón Guðmundsson ræddi við hann í dag.„Félagsliðið byrjaði ágætlega en ekkert sérstaklega og mig langaði að sanna mig enn og aftur og vonandi er þetta bara forsmekkurinn af því sem koma skal." Alfreð segir að auðvitað kitli það að reyna fyrir sér í öðru landi en Þýskalandi en það sé ekki á dagskrá. „Ég er búinn að vera hér í tvö og hálft og ég held að það segi sína sögu, að mér líði vel hérna. Maður á aldrei að bera vanvirðingu fyrir því liði eða þeim stað sem maður er á. Maður er hérna af einhverri ástæðu og ég er mjög sáttur, annars væri ég ekki búinn að vera svona lengi hérna. Ég er að spila í einni af bestu deildum heims og er bara mjög rólegur hvað allt það varðar." „Þegar ég er nýkominn til baka úr meiðslum er minn hugur bara að njóta, að njóta þess að vera inni á vellinum þar sem mér líður best. Ef maður gerir það og stendur sig vel þá gerast hlutirnir sjálfkrafa." Alfreð hefur hins vegar skýra sín á framtíðina. "Ég á alveg einhver markmið sem ég á eftir að ná og langar að upplifa á mínum ferli. Þegar ég kom til Augsburg var mitt markmið að festa mig í sessi og þetta er sá klúbbur sem ég hef verið hvað lengst hjá á mínum ferli. "Þetta er góður staður til að vera á, góð deild og flottur staður og ég er vel metinn hjá félaginu. Ég held að það sé ekki hægt að setja neitt verð á að vera í svoleiðis stöðu." Þýski boltinn Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira
„Mér líður mjög vel hjá Augsburg," segir landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason sem var lengi frá vegna meiðsla. Hann segist hafa skýr markmið og að hann sé ekki á förum frá Þýskalandi. Eftir erfið meiðsli hefur Alfreð Finnbogason komið sterkur til baka í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta, búinn að skora fjögur mörk í tveimur leikjum. „Ég var mjög hungraður, ég verð að viðurkenna það. Bæði að koma til baka fyrir félagsliðið og landsliðið. Það var erfitt að horfa á landsliðið standa sig illa og maður var því miður bara uppi í sófa," segir Alfreð en Guðjón Guðmundsson ræddi við hann í dag.„Félagsliðið byrjaði ágætlega en ekkert sérstaklega og mig langaði að sanna mig enn og aftur og vonandi er þetta bara forsmekkurinn af því sem koma skal." Alfreð segir að auðvitað kitli það að reyna fyrir sér í öðru landi en Þýskalandi en það sé ekki á dagskrá. „Ég er búinn að vera hér í tvö og hálft og ég held að það segi sína sögu, að mér líði vel hérna. Maður á aldrei að bera vanvirðingu fyrir því liði eða þeim stað sem maður er á. Maður er hérna af einhverri ástæðu og ég er mjög sáttur, annars væri ég ekki búinn að vera svona lengi hérna. Ég er að spila í einni af bestu deildum heims og er bara mjög rólegur hvað allt það varðar." „Þegar ég er nýkominn til baka úr meiðslum er minn hugur bara að njóta, að njóta þess að vera inni á vellinum þar sem mér líður best. Ef maður gerir það og stendur sig vel þá gerast hlutirnir sjálfkrafa." Alfreð hefur hins vegar skýra sín á framtíðina. "Ég á alveg einhver markmið sem ég á eftir að ná og langar að upplifa á mínum ferli. Þegar ég kom til Augsburg var mitt markmið að festa mig í sessi og þetta er sá klúbbur sem ég hef verið hvað lengst hjá á mínum ferli. "Þetta er góður staður til að vera á, góð deild og flottur staður og ég er vel metinn hjá félaginu. Ég held að það sé ekki hægt að setja neitt verð á að vera í svoleiðis stöðu."
Þýski boltinn Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira