Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. október 2018 06:00 Þrjár Euromarket verslanir eru í rekstri hér á landi. Fréttablaðið/Eyþór Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. Landsréttur sneri á dögunum við fyrri úrskurði héraðsdóms um framsal og féllst ekki á framsalið á þeirri forsendu að maðurinn hefði verið í farbanni vegna rannsóknar annars máls hér á landi er ákvörðun um framsal var tekin í ráðuneytinu. Samkvæmt framsalslögum má ekki framselja mann sem er í tryggingaráðstöfun, það er gæsluvarðhaldi eða farbanni, vegna rannsóknar annars máls en þess sem framsalsbeiðni byggir á. Pólsk yfirvöld óskuðu eftir framsali mannsins í desember 2017 er hann var í gæsluvarðhaldi hér vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Auk mannsins voru fjórir aðrir pólskir menn í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var leystur úr gæsluvarðhaldi í júní en gert að sæta farbanni. Hann var aftur úrskurðaður í farbann í júlí og þá á grundvelli ákvörðunar um framsal. Af þeirri ástæðu mun ráðuneytið nú freista þess að taka aftur ákvörðun um framsal. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir málið nú fara aftur í sama ferli. Það verði sent til ríkissaksóknara til rannsóknar og síðan geri ráðuneytið sína athugun á mannúðarsjónarmiðum og öðrum skilyrðum framsals. Heimili ráðuneytið framsal hafi maðurinn rétt til að skjóta málinu til héraðsdóms sem tekur það til meðferðar og úrskurðar. Sá úrskurður sé svo kæranlegur til Landsréttar. Rannsókn á meintum afbrotum mannsins og annarra eigenda Euromarket er ólokið. „Málið er á lokametrunum hjá okkur,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægu deildarinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. – aá Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun ráðuneytisins um framsal að beiðni pólskra yfirvalda. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Vísað til ótryggrar stöðu í Póllandi. 5. október 2018 06:15 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. Landsréttur sneri á dögunum við fyrri úrskurði héraðsdóms um framsal og féllst ekki á framsalið á þeirri forsendu að maðurinn hefði verið í farbanni vegna rannsóknar annars máls hér á landi er ákvörðun um framsal var tekin í ráðuneytinu. Samkvæmt framsalslögum má ekki framselja mann sem er í tryggingaráðstöfun, það er gæsluvarðhaldi eða farbanni, vegna rannsóknar annars máls en þess sem framsalsbeiðni byggir á. Pólsk yfirvöld óskuðu eftir framsali mannsins í desember 2017 er hann var í gæsluvarðhaldi hér vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Auk mannsins voru fjórir aðrir pólskir menn í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var leystur úr gæsluvarðhaldi í júní en gert að sæta farbanni. Hann var aftur úrskurðaður í farbann í júlí og þá á grundvelli ákvörðunar um framsal. Af þeirri ástæðu mun ráðuneytið nú freista þess að taka aftur ákvörðun um framsal. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir málið nú fara aftur í sama ferli. Það verði sent til ríkissaksóknara til rannsóknar og síðan geri ráðuneytið sína athugun á mannúðarsjónarmiðum og öðrum skilyrðum framsals. Heimili ráðuneytið framsal hafi maðurinn rétt til að skjóta málinu til héraðsdóms sem tekur það til meðferðar og úrskurðar. Sá úrskurður sé svo kæranlegur til Landsréttar. Rannsókn á meintum afbrotum mannsins og annarra eigenda Euromarket er ólokið. „Málið er á lokametrunum hjá okkur,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægu deildarinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. – aá
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun ráðuneytisins um framsal að beiðni pólskra yfirvalda. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Vísað til ótryggrar stöðu í Póllandi. 5. október 2018 06:15 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun ráðuneytisins um framsal að beiðni pólskra yfirvalda. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Vísað til ótryggrar stöðu í Póllandi. 5. október 2018 06:15