Innlent

Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi við gatnamótin í dag.
Frá vettvangi við gatnamótin í dag. Vísir/Vilhelm
Harður árekstur varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar við Sprengisand skömmu fyrir klukkan 13 í dag. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu skullu þar fólksbíll og sendibíll saman. Þrír voru fluttir á slysadeild, tveir með minniháttar meiðsl en sá þriðji er ívið meira slasaður.

Einn dælubíll og þrír sjúkrabílar voru sendir á vettvang þegar tilkynning um slysið barst. Erfiðlega gekk að opna annan bílinn sem er talsvert skemmdur, að sögn varðstjóra.

Miklar umferðartafir urðu vegna árekstursins og var lokað fyrir umferð í suðurátt á meðan vinna stóð yfir á vettvangi. RÚV hefur eftir lögreglu að aftur hafi verið opnað fyrir umferð um hálf tvö leytið. Búið er að draga báða bílana í burtu af slysstað.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×