Mikil framför í viðhorfi eftir stórslysabyrjun Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 15. október 2018 21:36 Strákarnir okkar þökkuðu stuðningsmönnum fyrir í leikslok. Vísir/Vilhelm Erik Hamrén virkaði kuldalegur á hliðarlínunni í Laugardalsvelli í kvöld þar sem menn hans biðu lægri hlut 2-1 gegn Svisslendingum. Þriðja tapið í Þjóðadeildinni en þó má merkja stíganda í leik liðsins. Hann neitaði þó að honum hefði verið kalt á fundi með blaðamönnum eftir fundinn. „Ég kem frá Norður-Svíþjóð, ég er vanur kuldanum,“ sagði Hamrén og vildi einbeita sér að fótboltanum. Sem var ágætur á köflum. Eftir erfiðan stundarfjórðung gáfu okkar menn í og áttu í fullu tré við Svisslendinga út fyrri hálfleikinn. Gylfi náði að ógna einu sinni með hörkuskoti en gestirnir voru alltaf líklegir á hinum endanum þótt Hannes hefði ekki mikið að gera í markinu. „Fyrsta markið er svo mikilvægt. Ef við hefðum skorað þegar Gylfi átti skotið í fyrri hálfleik, maður veit aldrei,“ sagði Hamrén. Yvon Mvogo varði hins vegar skot Gylfa með tilþrifum. Markvörðurinn 24 ára spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Sviss í kvöld og var öryggið uppmálað. Það var á hinum enda vallarins sem boltinn söng tvisvar í netinu um og upp úr miðjum seinni hálfleik. „Mörk skapa orku, og taka orku. Við sáum það þegar við fengum frábært mark,“ sagði Hamrén um neglu Alfreðs Finnbogasonar sem gaf íslenska liðinu von síðustu tíu mínútur leiksins. „Það er erfitt að skapa fleiri færi en við gerðum síðustu mínúturnar.“Orð að sönnu. Gestirnir björguðu á línu, skot fór hárfínt framhjá og Mvogo varði með tilþrifum. Ísland hefði vel getað stolið stigi en það gekk ekki í kvöld. „Mér líður illa fyrir hönd leikmannanna því þeir settu mikla orku í leikinn en uppskera svo lítið.“ Flestir voru á því að Hamrén væri ekki í öfundsverðu hlutverki þegar hann tók við landsliðinu. Fjórir fyrstu leikirnir gegn þremur af sterkustu þjóðum heimsins. Frammistaðan hefur þó verið upp á við. Frá 6-0 tapi í St. Gallen í 3-0 tap gegn Belgum á Laugardalsvelli og svo jafnteflið gegn Frökkum og með minnsta mun gegn Sviss í kvöld. „Við erum í A-deild af því Ísland var svo hátt á styrkleikalistanum. Núna erum við í 36. sæti. Liðin sem við spilum við eru númer eitt og átta. Það er raunsætt að við yrðum í þriðja sæti. En við viljum ekki vera raunsæir, við vildum auðvitað vera áfram í A-deild. En eftir 9-0 tap í fyrstu leikjunum var ljóst að það yrði erfitt að komast hjá neðsta sætinu. Við vildum fá stig, við vildum vinna og ég trúði að við gætum það.“En hvað finnst Hamrén um þróun liðsins frá því hann tók við? „Byrjunin var stórslys. Bæði töpuðum við 6-0 og líka hvernig við töpuðum. Það var ekki boðlegt. Eftir 3-0 gáfumst við upp og það má aldrei sem lið,“ sagði Hamrén. Þótt andstæðingarnir væru erfiðir þá fái það á sálina að tapa endurtekið. „Viðhorfinu hefur farið mjög fram og það skiptir miklu máli.“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Erik Hamrén virkaði kuldalegur á hliðarlínunni í Laugardalsvelli í kvöld þar sem menn hans biðu lægri hlut 2-1 gegn Svisslendingum. Þriðja tapið í Þjóðadeildinni en þó má merkja stíganda í leik liðsins. Hann neitaði þó að honum hefði verið kalt á fundi með blaðamönnum eftir fundinn. „Ég kem frá Norður-Svíþjóð, ég er vanur kuldanum,“ sagði Hamrén og vildi einbeita sér að fótboltanum. Sem var ágætur á köflum. Eftir erfiðan stundarfjórðung gáfu okkar menn í og áttu í fullu tré við Svisslendinga út fyrri hálfleikinn. Gylfi náði að ógna einu sinni með hörkuskoti en gestirnir voru alltaf líklegir á hinum endanum þótt Hannes hefði ekki mikið að gera í markinu. „Fyrsta markið er svo mikilvægt. Ef við hefðum skorað þegar Gylfi átti skotið í fyrri hálfleik, maður veit aldrei,“ sagði Hamrén. Yvon Mvogo varði hins vegar skot Gylfa með tilþrifum. Markvörðurinn 24 ára spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Sviss í kvöld og var öryggið uppmálað. Það var á hinum enda vallarins sem boltinn söng tvisvar í netinu um og upp úr miðjum seinni hálfleik. „Mörk skapa orku, og taka orku. Við sáum það þegar við fengum frábært mark,“ sagði Hamrén um neglu Alfreðs Finnbogasonar sem gaf íslenska liðinu von síðustu tíu mínútur leiksins. „Það er erfitt að skapa fleiri færi en við gerðum síðustu mínúturnar.“Orð að sönnu. Gestirnir björguðu á línu, skot fór hárfínt framhjá og Mvogo varði með tilþrifum. Ísland hefði vel getað stolið stigi en það gekk ekki í kvöld. „Mér líður illa fyrir hönd leikmannanna því þeir settu mikla orku í leikinn en uppskera svo lítið.“ Flestir voru á því að Hamrén væri ekki í öfundsverðu hlutverki þegar hann tók við landsliðinu. Fjórir fyrstu leikirnir gegn þremur af sterkustu þjóðum heimsins. Frammistaðan hefur þó verið upp á við. Frá 6-0 tapi í St. Gallen í 3-0 tap gegn Belgum á Laugardalsvelli og svo jafnteflið gegn Frökkum og með minnsta mun gegn Sviss í kvöld. „Við erum í A-deild af því Ísland var svo hátt á styrkleikalistanum. Núna erum við í 36. sæti. Liðin sem við spilum við eru númer eitt og átta. Það er raunsætt að við yrðum í þriðja sæti. En við viljum ekki vera raunsæir, við vildum auðvitað vera áfram í A-deild. En eftir 9-0 tap í fyrstu leikjunum var ljóst að það yrði erfitt að komast hjá neðsta sætinu. Við vildum fá stig, við vildum vinna og ég trúði að við gætum það.“En hvað finnst Hamrén um þróun liðsins frá því hann tók við? „Byrjunin var stórslys. Bæði töpuðum við 6-0 og líka hvernig við töpuðum. Það var ekki boðlegt. Eftir 3-0 gáfumst við upp og það má aldrei sem lið,“ sagði Hamrén. Þótt andstæðingarnir væru erfiðir þá fái það á sálina að tapa endurtekið. „Viðhorfinu hefur farið mjög fram og það skiptir miklu máli.“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30