Arnór Ingvi: Ég hef alveg verið betri Árni Jóhannsson skrifar 15. október 2018 22:22 Arnór Ingvi reynir að vinna boltann gegn Michael Lang í leiknum í kvöld. Vísir/vilhelm „Já við vorum mjög nálægt því að jafna leikinn í lokin en það eru nokkrar sekúndur þar sem við missum einbeitinguna og fáum á okkur þessi tvö mörk sem var dýrkeypt“, sagði Arnór Ingvi Traustason eftir leik þegar hann var spurður út í hversu nálægt Ísland hafi verið að jafna leikinn á móti Sviss í kvöld. „Þetta eru ákveðin smáatriði sem eru að klikka hjá okkur og það kostar okkur leikinn í dag. En við spiluðum þokkalega vel í fyrri hálfleik og gáfum ekki mörg færi á okkur svo kemur þessi kafli í seinni hálfleik þar sem þeir skora tvö mörk og það kostar okkur leikinn“. Tveir undanfarnir leikir eru framför frá fyrra landsleikjahléi og var Arnór beðinn um að leggja mat á stöðu liðsins í dag. „Mér finnst hún vera þokkalega góð. Eftir skellinn í seinasta verkefni þá hefur verið stígandi í okkar leik og á móti Frökkum sýndum við að við getum staðið í hverjum sem er. Það var alveg eins í kvöld en það er smá kafli í kvöld sem var erfiður en það er margt sem hægt er að byggja á og tekið með inn í næsta verkefni og næstu undankeppni“. Að lokum var Arnór spurður út í eigin frammistöðu og þá staðreynd að hann virðist njóta trausts hjá Erik Hamrén enda hefur Arnór verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í röð. „Ég hef alveg verið betri. Það voru kaflar þarna sem ég var þokkalegur en aftur á móti hef ég gert betur. Það er svo alltaf gaman að byrja og þá sérstaklega með landsliðinu þannig að ég er mjög ánægður með það og þakklátur. Ég mun reyna að halda áfram að standa mig vel með Malmö og reyna að halda landsliðssætinu“. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ragnar: Styrkleikaröðunin skiptir ekki höfuðmáli Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Íslands í kvöld. Hann var vitaskuld svekktur í lok leiks þegar Vísir ræddi við hann. 15. október 2018 21:55 Jóhann Berg: Við töpuðum og það er ekki nógu gott Jóhann Berg Guðmundsson var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 gegn Sviss í Þjóðadeildinni. Jóhann segir að mörkin sem Sviss skoraði séu eitthvað sem íslenska liðið eigi að geta komið í veg fyrir. 15. október 2018 21:14 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira
„Já við vorum mjög nálægt því að jafna leikinn í lokin en það eru nokkrar sekúndur þar sem við missum einbeitinguna og fáum á okkur þessi tvö mörk sem var dýrkeypt“, sagði Arnór Ingvi Traustason eftir leik þegar hann var spurður út í hversu nálægt Ísland hafi verið að jafna leikinn á móti Sviss í kvöld. „Þetta eru ákveðin smáatriði sem eru að klikka hjá okkur og það kostar okkur leikinn í dag. En við spiluðum þokkalega vel í fyrri hálfleik og gáfum ekki mörg færi á okkur svo kemur þessi kafli í seinni hálfleik þar sem þeir skora tvö mörk og það kostar okkur leikinn“. Tveir undanfarnir leikir eru framför frá fyrra landsleikjahléi og var Arnór beðinn um að leggja mat á stöðu liðsins í dag. „Mér finnst hún vera þokkalega góð. Eftir skellinn í seinasta verkefni þá hefur verið stígandi í okkar leik og á móti Frökkum sýndum við að við getum staðið í hverjum sem er. Það var alveg eins í kvöld en það er smá kafli í kvöld sem var erfiður en það er margt sem hægt er að byggja á og tekið með inn í næsta verkefni og næstu undankeppni“. Að lokum var Arnór spurður út í eigin frammistöðu og þá staðreynd að hann virðist njóta trausts hjá Erik Hamrén enda hefur Arnór verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í röð. „Ég hef alveg verið betri. Það voru kaflar þarna sem ég var þokkalegur en aftur á móti hef ég gert betur. Það er svo alltaf gaman að byrja og þá sérstaklega með landsliðinu þannig að ég er mjög ánægður með það og þakklátur. Ég mun reyna að halda áfram að standa mig vel með Malmö og reyna að halda landsliðssætinu“.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ragnar: Styrkleikaröðunin skiptir ekki höfuðmáli Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Íslands í kvöld. Hann var vitaskuld svekktur í lok leiks þegar Vísir ræddi við hann. 15. október 2018 21:55 Jóhann Berg: Við töpuðum og það er ekki nógu gott Jóhann Berg Guðmundsson var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 gegn Sviss í Þjóðadeildinni. Jóhann segir að mörkin sem Sviss skoraði séu eitthvað sem íslenska liðið eigi að geta komið í veg fyrir. 15. október 2018 21:14 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira
Ragnar: Styrkleikaröðunin skiptir ekki höfuðmáli Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Íslands í kvöld. Hann var vitaskuld svekktur í lok leiks þegar Vísir ræddi við hann. 15. október 2018 21:55
Jóhann Berg: Við töpuðum og það er ekki nógu gott Jóhann Berg Guðmundsson var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 gegn Sviss í Þjóðadeildinni. Jóhann segir að mörkin sem Sviss skoraði séu eitthvað sem íslenska liðið eigi að geta komið í veg fyrir. 15. október 2018 21:14
Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30