Sjáðu umtöluðustu ræðu dagsins: Dóra Björt flutti leikþáttinn „Tölvan segir nei“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2018 18:15 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og forseti Borgarstjórnar. visir/jói k Það hafa fáar ræður vakið jafn mikla athygli og sú sem Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati flutti á fundi borgarstjórnar í dag. Þar var Dóra Björt að segja frá innleiðingu nýrrar þjónustustefnu Reykjavíkur á öllum sviðum stjórnsýslunnar. Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, leiddi þá vinnu á síðasta kjörtímabili en með henni er ætlunin að þjónusta borgarinnar sé á forsendum notandans en ekki kerfisins. Er vonast til að með þessari nýju þjónustustefnu verði aðstöðumunur minnkaður, boðleiðir styttar og skilvirkni aukin.Sjá einnig: Dóra Björt um leikþáttinn: Fannst frammistaðan betri en hún hafði ímyndað sér Sagði Dóra Björt að við þekktum það öll of vel hversu þreytandi það getur verið að sækja þjónustu hjá borginni sem almenningur á rétt á. Bið í síma, haugur af umsóknareyðublöðum og fyrirspurnir sem eru hunsaðar. Kerfið þyki of stirt og í raun snúast um sjálft sig. Til að sýna fram á þetta ákvað Dóra Björt að flytja leikþátt úr bresku gamanþáttunum Little Britain þar sem gert var grín að stífri stjórnsýslu. Um er að ræða brandara sem gengur út á að ef tölvan segir nei, þá sé lítið hægt að gera. Leikþátt Dóru má sjá hér fyrir neðan: Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Það hafa fáar ræður vakið jafn mikla athygli og sú sem Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati flutti á fundi borgarstjórnar í dag. Þar var Dóra Björt að segja frá innleiðingu nýrrar þjónustustefnu Reykjavíkur á öllum sviðum stjórnsýslunnar. Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, leiddi þá vinnu á síðasta kjörtímabili en með henni er ætlunin að þjónusta borgarinnar sé á forsendum notandans en ekki kerfisins. Er vonast til að með þessari nýju þjónustustefnu verði aðstöðumunur minnkaður, boðleiðir styttar og skilvirkni aukin.Sjá einnig: Dóra Björt um leikþáttinn: Fannst frammistaðan betri en hún hafði ímyndað sér Sagði Dóra Björt að við þekktum það öll of vel hversu þreytandi það getur verið að sækja þjónustu hjá borginni sem almenningur á rétt á. Bið í síma, haugur af umsóknareyðublöðum og fyrirspurnir sem eru hunsaðar. Kerfið þyki of stirt og í raun snúast um sjálft sig. Til að sýna fram á þetta ákvað Dóra Björt að flytja leikþátt úr bresku gamanþáttunum Little Britain þar sem gert var grín að stífri stjórnsýslu. Um er að ræða brandara sem gengur út á að ef tölvan segir nei, þá sé lítið hægt að gera. Leikþátt Dóru má sjá hér fyrir neðan:
Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira