Erlent

Þekktur vændishúsaeigandi í framboði látinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Dennis Hof sést hér til hægri á mynd, ásamt klámstjörnunni Ron Jeremy sem kom að honum látnum.
Dennis Hof sést hér til hægri á mynd, ásamt klámstjörnunni Ron Jeremy sem kom að honum látnum. Getty/Bobby bank
Bandaríkjamaðurinn Dennis Hof, sem þekktastur er fyrir að eiga og reka nokkur lögleg vændishús í Nevadaríki í Bandaríkjunum, er látinn. Hof var 72 ára gamall.

Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC segir að klámstjarnan Ron Jeremy hafi komið að Hof látnum á heimili þess síðarnefnda, Love Ranch í Nye-sýslu, í gærmorgun.

Hof var í framboði til ríkisþings Nevadaríkis fyrir Repúblikanaflokkinn. Kosningastjóri Hofs greindi frá því á Twitter í gær að Hof hefði látist í svefni.

Hof var einnig fastagestur á sjónvarpsskjám Bandaríkjamanna en HBO-sjónvarpsstöðin framleiddi raunveruleikaþættina Cathouse um rekstur eins vændishússins árin 2005-2014. Þá rataði Hof í fjölmiðla árið 2015 eftir að körfuknattleiksmaðurinn og fyrrverandi eiginmaður Khloe Kardashian, Lamar Odom, tók inn of stóran skammt eiturlyfja eftir fjögurra daga dvöl á vændishúsi Hofs.


Tengdar fréttir

Vill úr vændi á þing

Eigandi vændishússins þar sem Lamar Odom fannst nær dauða en lífi sækist eftir frama á stjórnmálasviðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.