Gildandi lög gætu bæði leyft og bannað umskurð drengja Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2018 22:00 Dómsmálaráðherra segir að umskurður á kynfærum bæði kvenna og karla hafi í raun verið bannaður áður en hert var á lagaákvæðum varðandi stúlkur og konur upp úr aldamótunum. Það geti síðan ráðist af túlkunum hegningarlaga hvort bannið nái í dag einnig yfir umskurð drengja. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur skilað skriflegu svari til Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins varðandi lagalega stöðu umskurðar drengja. En frumvarp Silju Daggar og fleiri um bann við slíkum aðgerðum án heilsufarsástæðna náði ekki fram að ganga á Alþingi í vor. Árið 2005 var samþykkt viðbótarákvæði við 218 grein hegningarlaga til að árétta að umskurður á kynfærum kvenna teldist vera alvarleg líkamsárás. Dómsmálaráðherra segir að þetta kunni að hafa aukið á réttaróvissu. Aldrei hefur reynt á upprunalegu 218 greinina fyrir dómi um „vísvitandi líkamsárás sem valdi öðrum tjóni á líkama eða heilbrigði,” hvað umskurð varðar, hvorki á stúlkum né drengjum. Með lagabreytingunni árið 2005, í grein 218 a um að „hver sem með líkamsárás valdi tjóni á líkama eða heilsu stúlkubarns eða konu með því að fjarlægja kynfæri hennar að hluta eða öllu leyti skuli sæta fangelsi allt að 6 árum” og 16 árum í alvarlegri tilvikum; er hins vegar aldrei minnst á umskurð drengja. „Fyrir þann tíma áður en umskurður kvenna var bannaður þá var, og er enn, ákvæði í hegningarlögum sem bannar líkamsárás. Sem má vel velta fyrir sér hvort umskurður, bæði á konum og körlum, hefði ekki getað fallið þar undir,” segir Sigríður. Skortur á lögskýringum Skort hafi lagatæknifræðilegar útskýringar með lagabreytingunni í þingmannafrumvarpi á þeim tíma. Breytingin hafi verið skiljanleg í því andrúmslofti sem þá ríkti í umræðunni um umskurð kvenna og menn viljað árétta bannið. „En ég er ekki viss um að það sé hægt að draga þá ályktun af þessari lagabreytingu að umskurður kvenna hafi verið leyfilegur fram að þeim tíma,” segir dómsmálaráðherra. Það sama gæti því átt við um drengi. Nú sé bæði hægt að álykta að umskurður drengja sé leyfilegur og hann sé það ekki eftir því hvernig lagagreinin fyrir breytingu er túlkuð í samhengi við viðbótargreinina. Í velferðarráðuneytinu er nú verið að skoða lagasetning sem tengist þessu máli óbeint varðandi intersex börn. „Það er að segja ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna. Það er mjög brýnt að það verði skoðað út frá mörgum sjónarhólum,” segir Sigríður Andersen. En Silja Dögg og meðflutningsmenn hennar á frumvarpinu um bann við umskurði drengja vona að væntanlegt frumvarp nái einnig yfir þá aðgerð. Svar dómsmálaráðherra til Silju Daggar má sjá hér. Umskurðsfrumvarp Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að umskurður á kynfærum bæði kvenna og karla hafi í raun verið bannaður áður en hert var á lagaákvæðum varðandi stúlkur og konur upp úr aldamótunum. Það geti síðan ráðist af túlkunum hegningarlaga hvort bannið nái í dag einnig yfir umskurð drengja. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur skilað skriflegu svari til Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins varðandi lagalega stöðu umskurðar drengja. En frumvarp Silju Daggar og fleiri um bann við slíkum aðgerðum án heilsufarsástæðna náði ekki fram að ganga á Alþingi í vor. Árið 2005 var samþykkt viðbótarákvæði við 218 grein hegningarlaga til að árétta að umskurður á kynfærum kvenna teldist vera alvarleg líkamsárás. Dómsmálaráðherra segir að þetta kunni að hafa aukið á réttaróvissu. Aldrei hefur reynt á upprunalegu 218 greinina fyrir dómi um „vísvitandi líkamsárás sem valdi öðrum tjóni á líkama eða heilbrigði,” hvað umskurð varðar, hvorki á stúlkum né drengjum. Með lagabreytingunni árið 2005, í grein 218 a um að „hver sem með líkamsárás valdi tjóni á líkama eða heilsu stúlkubarns eða konu með því að fjarlægja kynfæri hennar að hluta eða öllu leyti skuli sæta fangelsi allt að 6 árum” og 16 árum í alvarlegri tilvikum; er hins vegar aldrei minnst á umskurð drengja. „Fyrir þann tíma áður en umskurður kvenna var bannaður þá var, og er enn, ákvæði í hegningarlögum sem bannar líkamsárás. Sem má vel velta fyrir sér hvort umskurður, bæði á konum og körlum, hefði ekki getað fallið þar undir,” segir Sigríður. Skortur á lögskýringum Skort hafi lagatæknifræðilegar útskýringar með lagabreytingunni í þingmannafrumvarpi á þeim tíma. Breytingin hafi verið skiljanleg í því andrúmslofti sem þá ríkti í umræðunni um umskurð kvenna og menn viljað árétta bannið. „En ég er ekki viss um að það sé hægt að draga þá ályktun af þessari lagabreytingu að umskurður kvenna hafi verið leyfilegur fram að þeim tíma,” segir dómsmálaráðherra. Það sama gæti því átt við um drengi. Nú sé bæði hægt að álykta að umskurður drengja sé leyfilegur og hann sé það ekki eftir því hvernig lagagreinin fyrir breytingu er túlkuð í samhengi við viðbótargreinina. Í velferðarráðuneytinu er nú verið að skoða lagasetning sem tengist þessu máli óbeint varðandi intersex börn. „Það er að segja ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna. Það er mjög brýnt að það verði skoðað út frá mörgum sjónarhólum,” segir Sigríður Andersen. En Silja Dögg og meðflutningsmenn hennar á frumvarpinu um bann við umskurði drengja vona að væntanlegt frumvarp nái einnig yfir þá aðgerð. Svar dómsmálaráðherra til Silju Daggar má sjá hér.
Umskurðsfrumvarp Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent