Erlent

Lisbet Palme er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Lisbet Palme á ráðstefnu árið 1997.
Lisbet Palme á ráðstefnu árið 1997. EPA/Björn Lundberg

Lisbet Palme, ekkja Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, er látin, 87 ára að aldri.

Fjölskylda hennar staðfestir þetta í samtali við sænsku fréttastofuna TT. Hún hafði glímt við veikindi um nokkurt skeið.

Lisbet Palme var barnasálfræðingur að mennt og var um tíma forseti UNICEF í Svíþjóð. 

Lisbet Palme var á gangi með eiginmanni sínum á Sveagatan í Stokkhólmi þegar hann var skotinn til bana í febrúar 1986. Þau höfðu þá verið gift í þrjátíu ár.

Sakaði Petterson um morðið

Þremur árum eftir morðið sagði hún smáglæpamanninn Christer Pettersson hafa verið banamann eiginmanns hennar. Hann var dæmdur fyrir morðið, en sýknaður á æðra dómsstigi.

Olof Palme var leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins á árunum 1969 til dauðadags 28. febrúar 1986. Hann gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 1969 til 1976 og aftur frá 1982 til dauðadags.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×