Fótbolti

Landslið Jamaíka þakkar dóttur Bob Marley fyrir að hafa komist á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stelpurnar í landsliði Jamaíka fagna HM-sætinu.
Stelpurnar í landsliði Jamaíka fagna HM-sætinu. vísir/getty

Jamaíka varð í gær fyrsta þjóðin úr karabíska hafinu til þess að komast á HM kvenna í knattspyrnu. Jamaíka hafði þá betur gegn Panama eftir vítaspyrnukeppni.

Árið 2010 var kvennalandslið þjóðarinnar lagt af vegna fjárskorts. Fjórum árum síðar kom Cedella Marley að málum og með stuðningi Bob Marley-sjóðsins var hægt að byrja aftur með kvennalandslið.

Endurkoman var svo fullkomnuð í gær er liðið náði þessum sögulega árangri. „Risaþakkir á Cedella Marley fyrir að leggja allt undir fyrir liðið,“ sagði þjálfari liðsins, Hue Menzie.

Cedella er annars ýmislegt til lista lagt en hún hannaði til að mynda búningana á frjálsíþróttalið Jamaíka fyrir ÓL í London árið 2012.

Cedella ásamt syni sínum, Skip. vísir/getty


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.