Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2018 17:52 Netverjum blöskar það sem þeim sýnist fullkomið þekkingarleysi dómara á internetinu. Hæstiréttur Í dag staðfesti Hæstiréttur héraðsdóm sem kveður á um að lögbann sem STEF fékk sett á internetþjónustufyrirtæki í fyrra skuli blokkera nokkur erlend lén með því að afvegaleiða DNS fyrirspurning. Netverjar eru í áfalli vegna dómsins. Jens Pétur Jensen hjá ISNIC – Internet á Íslandi, er einn þeirra en hann hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla. Hann segir að þeim þar sé beinlínis þungt um hjartað eftir dóminn. Aðalmálið hér er að hvorki efnið (vefirnir) né lénin eru hýst á Íslandi. Dómararnir sem felldu þennan heimskulega dóm, að mati netverja, eru hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir, Markús Sigurbjörnsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson. Í honum segir að ISPum „sé óheimilt að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að umræddum vefsíðum.“ Þetta þýðir að sá sem selur aðgang að internetinu er þar með gerður ábyrgur fyrir að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að öllu því sem þar er að finna.Netþjónustur miðla ekki efni sem þær hýsa ekki „Allir sem skilja eðli netsins sjá að þetta getur ekki gengið upp. ISNIC bendir á að hvorki umrædd lén né efnið (vefsíðurnar) eru hýstar hér á landi og því stenst ekki eftirfarandi setning Hæstaréttar: ..„sem miðlað sé í heimildarleysi á vefsíðum þessum, svo og að gagnvart rétthöfunum feli sú miðlun í sér ólögmæta háttsemi sem háð sé aðgangi að vefsíðunum fyrir milligöngu fjarskiptafyrirtækja svo sem aðaláfrýjanda“,“ segir Jens Pétur. Hann bendir á þá tæknilegu staðreynd að netþjónustur „miðla“ ekki efni sem þær ekki hýsa. Það sé tæknilega ómögulegt. STEF getur farið fram á lokun eftir því sem þeim þóknast „Allt annað hefði verið uppi á teningnum ef efnið hefði verið hýst á vefþjónum þeirra fyrirtækja sem lögbannið beindist gegn. Þetta annaðhvort skautar Hæstiréttur yfir, eða, sem ég óttast, skilur ekki.“ Jens Pétur segir dóminn að mati þeirra hjá ISNIC byggður á vanþekkingu dómaranna á gunnvirkni Internetsins. „Dómnum verður að mótmæla því að öðrum kosti verður bæði netfrelsið, sem okkur er svo kært, sem og heilindi DNS kerfisins, eyðilagt. Eftir þetta getur STEF, vænti ég, farið fram á lokun hvaða léns sem þeim þóknast og þurfa framvegis aðeins að vísa til þessa herfilega fordæmis, sem Hæstiréttur hefur nú sett.“ Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira
Í dag staðfesti Hæstiréttur héraðsdóm sem kveður á um að lögbann sem STEF fékk sett á internetþjónustufyrirtæki í fyrra skuli blokkera nokkur erlend lén með því að afvegaleiða DNS fyrirspurning. Netverjar eru í áfalli vegna dómsins. Jens Pétur Jensen hjá ISNIC – Internet á Íslandi, er einn þeirra en hann hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla. Hann segir að þeim þar sé beinlínis þungt um hjartað eftir dóminn. Aðalmálið hér er að hvorki efnið (vefirnir) né lénin eru hýst á Íslandi. Dómararnir sem felldu þennan heimskulega dóm, að mati netverja, eru hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir, Markús Sigurbjörnsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson. Í honum segir að ISPum „sé óheimilt að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að umræddum vefsíðum.“ Þetta þýðir að sá sem selur aðgang að internetinu er þar með gerður ábyrgur fyrir að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að öllu því sem þar er að finna.Netþjónustur miðla ekki efni sem þær hýsa ekki „Allir sem skilja eðli netsins sjá að þetta getur ekki gengið upp. ISNIC bendir á að hvorki umrædd lén né efnið (vefsíðurnar) eru hýstar hér á landi og því stenst ekki eftirfarandi setning Hæstaréttar: ..„sem miðlað sé í heimildarleysi á vefsíðum þessum, svo og að gagnvart rétthöfunum feli sú miðlun í sér ólögmæta háttsemi sem háð sé aðgangi að vefsíðunum fyrir milligöngu fjarskiptafyrirtækja svo sem aðaláfrýjanda“,“ segir Jens Pétur. Hann bendir á þá tæknilegu staðreynd að netþjónustur „miðla“ ekki efni sem þær ekki hýsa. Það sé tæknilega ómögulegt. STEF getur farið fram á lokun eftir því sem þeim þóknast „Allt annað hefði verið uppi á teningnum ef efnið hefði verið hýst á vefþjónum þeirra fyrirtækja sem lögbannið beindist gegn. Þetta annaðhvort skautar Hæstiréttur yfir, eða, sem ég óttast, skilur ekki.“ Jens Pétur segir dóminn að mati þeirra hjá ISNIC byggður á vanþekkingu dómaranna á gunnvirkni Internetsins. „Dómnum verður að mótmæla því að öðrum kosti verður bæði netfrelsið, sem okkur er svo kært, sem og heilindi DNS kerfisins, eyðilagt. Eftir þetta getur STEF, vænti ég, farið fram á lokun hvaða léns sem þeim þóknast og þurfa framvegis aðeins að vísa til þessa herfilega fordæmis, sem Hæstiréttur hefur nú sett.“
Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40