Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2018 17:52 Netverjum blöskar það sem þeim sýnist fullkomið þekkingarleysi dómara á internetinu. Hæstiréttur Í dag staðfesti Hæstiréttur héraðsdóm sem kveður á um að lögbann sem STEF fékk sett á internetþjónustufyrirtæki í fyrra skuli blokkera nokkur erlend lén með því að afvegaleiða DNS fyrirspurning. Netverjar eru í áfalli vegna dómsins. Jens Pétur Jensen hjá ISNIC – Internet á Íslandi, er einn þeirra en hann hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla. Hann segir að þeim þar sé beinlínis þungt um hjartað eftir dóminn. Aðalmálið hér er að hvorki efnið (vefirnir) né lénin eru hýst á Íslandi. Dómararnir sem felldu þennan heimskulega dóm, að mati netverja, eru hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir, Markús Sigurbjörnsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson. Í honum segir að ISPum „sé óheimilt að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að umræddum vefsíðum.“ Þetta þýðir að sá sem selur aðgang að internetinu er þar með gerður ábyrgur fyrir að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að öllu því sem þar er að finna.Netþjónustur miðla ekki efni sem þær hýsa ekki „Allir sem skilja eðli netsins sjá að þetta getur ekki gengið upp. ISNIC bendir á að hvorki umrædd lén né efnið (vefsíðurnar) eru hýstar hér á landi og því stenst ekki eftirfarandi setning Hæstaréttar: ..„sem miðlað sé í heimildarleysi á vefsíðum þessum, svo og að gagnvart rétthöfunum feli sú miðlun í sér ólögmæta háttsemi sem háð sé aðgangi að vefsíðunum fyrir milligöngu fjarskiptafyrirtækja svo sem aðaláfrýjanda“,“ segir Jens Pétur. Hann bendir á þá tæknilegu staðreynd að netþjónustur „miðla“ ekki efni sem þær ekki hýsa. Það sé tæknilega ómögulegt. STEF getur farið fram á lokun eftir því sem þeim þóknast „Allt annað hefði verið uppi á teningnum ef efnið hefði verið hýst á vefþjónum þeirra fyrirtækja sem lögbannið beindist gegn. Þetta annaðhvort skautar Hæstiréttur yfir, eða, sem ég óttast, skilur ekki.“ Jens Pétur segir dóminn að mati þeirra hjá ISNIC byggður á vanþekkingu dómaranna á gunnvirkni Internetsins. „Dómnum verður að mótmæla því að öðrum kosti verður bæði netfrelsið, sem okkur er svo kært, sem og heilindi DNS kerfisins, eyðilagt. Eftir þetta getur STEF, vænti ég, farið fram á lokun hvaða léns sem þeim þóknast og þurfa framvegis aðeins að vísa til þessa herfilega fordæmis, sem Hæstiréttur hefur nú sett.“ Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Í dag staðfesti Hæstiréttur héraðsdóm sem kveður á um að lögbann sem STEF fékk sett á internetþjónustufyrirtæki í fyrra skuli blokkera nokkur erlend lén með því að afvegaleiða DNS fyrirspurning. Netverjar eru í áfalli vegna dómsins. Jens Pétur Jensen hjá ISNIC – Internet á Íslandi, er einn þeirra en hann hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla. Hann segir að þeim þar sé beinlínis þungt um hjartað eftir dóminn. Aðalmálið hér er að hvorki efnið (vefirnir) né lénin eru hýst á Íslandi. Dómararnir sem felldu þennan heimskulega dóm, að mati netverja, eru hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir, Markús Sigurbjörnsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson. Í honum segir að ISPum „sé óheimilt að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að umræddum vefsíðum.“ Þetta þýðir að sá sem selur aðgang að internetinu er þar með gerður ábyrgur fyrir að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að öllu því sem þar er að finna.Netþjónustur miðla ekki efni sem þær hýsa ekki „Allir sem skilja eðli netsins sjá að þetta getur ekki gengið upp. ISNIC bendir á að hvorki umrædd lén né efnið (vefsíðurnar) eru hýstar hér á landi og því stenst ekki eftirfarandi setning Hæstaréttar: ..„sem miðlað sé í heimildarleysi á vefsíðum þessum, svo og að gagnvart rétthöfunum feli sú miðlun í sér ólögmæta háttsemi sem háð sé aðgangi að vefsíðunum fyrir milligöngu fjarskiptafyrirtækja svo sem aðaláfrýjanda“,“ segir Jens Pétur. Hann bendir á þá tæknilegu staðreynd að netþjónustur „miðla“ ekki efni sem þær ekki hýsa. Það sé tæknilega ómögulegt. STEF getur farið fram á lokun eftir því sem þeim þóknast „Allt annað hefði verið uppi á teningnum ef efnið hefði verið hýst á vefþjónum þeirra fyrirtækja sem lögbannið beindist gegn. Þetta annaðhvort skautar Hæstiréttur yfir, eða, sem ég óttast, skilur ekki.“ Jens Pétur segir dóminn að mati þeirra hjá ISNIC byggður á vanþekkingu dómaranna á gunnvirkni Internetsins. „Dómnum verður að mótmæla því að öðrum kosti verður bæði netfrelsið, sem okkur er svo kært, sem og heilindi DNS kerfisins, eyðilagt. Eftir þetta getur STEF, vænti ég, farið fram á lokun hvaða léns sem þeim þóknast og þurfa framvegis aðeins að vísa til þessa herfilega fordæmis, sem Hæstiréttur hefur nú sett.“
Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40