Segja brennu og rakettur stressa hross og vilja nýja staðsetningu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. október 2018 07:00 Þrettándabrenna í Mosfellsbæ árið 2015. fréttablaðið/andri marinó Erna Arnardóttir, ritari stjórnar Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ, óskar eftir því fyrir hönd félagsins í bréfi til bæjaryfirvalda að árlegri þrettándabrennu og flugeldasýningu verði fundinn nýr staður. Í bréfinu segir Erna hestamenn hafa rætt það í sínum hópi í mörg ár að staðsetning brennunnar setji hesthús þeirra í verulega eldhættu. Auk þess þoli sumir hestar illa hávaða frá flugeldum og ljósagangi. „Mörg dæmi eru þess efnis að hestar stressist upp, svitni og byrji að hegða sér óeðlilega, fái aukinn hjartslátt og sýni almenna vanlíðan þegar á brennu og flugeldasýningu með tilheyrandi hávaða stendur, en verra er þegar einkennin vara lengur og verða til þess að hestar hætta að éta jafnvel svo dögum skiptir eftir þrettándann, verða taugaveiklaðir og stressaðir,“ segir Erna. Ritarinn segir að þótt gerðar séu ráðstafanir til að róa hrossin; fólk sé hjá hestunum og byrgi glugga og spili háværa tónlist í húsunum á þrettándanum, séu alltaf hestar sem þoli illa við. Þess vegna sé farið fram á að flugeldasýningin og brennustæðið sé flutt annað. „Okkur er kunnugt um að opinberir eftirlitsaðilar hafa gert athugasemdir um staðsetningu brennunnar við bæjaryfirvöld einmitt vegna þess að hún er í mikilli nálægð við íbúðabyggðina,“ skrifar Erna og segir hús vera í nokkurri hættu. „Þá bendum við á að flest hesthúsin á félagssvæði Harðar eru timburbyggingar og eldglæringar frá brennu og flugeldum gætu auðveldlega kveikt í hesthúsunum, sér í lagi ef vindur stendur að húsunum sem oftar en ekki gerist á þessum árstíma,“ skrifar Erna. Með beiðni sinni um flutning á þrettándagleðinni telji hestamennirnir í Herði sig vera að rækja skyldu sína samkvæmt lögum um velferð dýra. „Við bendum einnig vinsamlegast á að við hestamenn erum samkvæmt 9. grein laga um velferð dýra tilkynningaskyld til Matvælastofnunar eða lögreglu ef við teljum að aðstæður dýra séu brot á lögum um velferð dýra.“ Bæjarráð Mosfellsbæjar vísaði erindi Ernu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og til tómstundafulltrúa. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mosfellsbær Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Erna Arnardóttir, ritari stjórnar Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ, óskar eftir því fyrir hönd félagsins í bréfi til bæjaryfirvalda að árlegri þrettándabrennu og flugeldasýningu verði fundinn nýr staður. Í bréfinu segir Erna hestamenn hafa rætt það í sínum hópi í mörg ár að staðsetning brennunnar setji hesthús þeirra í verulega eldhættu. Auk þess þoli sumir hestar illa hávaða frá flugeldum og ljósagangi. „Mörg dæmi eru þess efnis að hestar stressist upp, svitni og byrji að hegða sér óeðlilega, fái aukinn hjartslátt og sýni almenna vanlíðan þegar á brennu og flugeldasýningu með tilheyrandi hávaða stendur, en verra er þegar einkennin vara lengur og verða til þess að hestar hætta að éta jafnvel svo dögum skiptir eftir þrettándann, verða taugaveiklaðir og stressaðir,“ segir Erna. Ritarinn segir að þótt gerðar séu ráðstafanir til að róa hrossin; fólk sé hjá hestunum og byrgi glugga og spili háværa tónlist í húsunum á þrettándanum, séu alltaf hestar sem þoli illa við. Þess vegna sé farið fram á að flugeldasýningin og brennustæðið sé flutt annað. „Okkur er kunnugt um að opinberir eftirlitsaðilar hafa gert athugasemdir um staðsetningu brennunnar við bæjaryfirvöld einmitt vegna þess að hún er í mikilli nálægð við íbúðabyggðina,“ skrifar Erna og segir hús vera í nokkurri hættu. „Þá bendum við á að flest hesthúsin á félagssvæði Harðar eru timburbyggingar og eldglæringar frá brennu og flugeldum gætu auðveldlega kveikt í hesthúsunum, sér í lagi ef vindur stendur að húsunum sem oftar en ekki gerist á þessum árstíma,“ skrifar Erna. Með beiðni sinni um flutning á þrettándagleðinni telji hestamennirnir í Herði sig vera að rækja skyldu sína samkvæmt lögum um velferð dýra. „Við bendum einnig vinsamlegast á að við hestamenn erum samkvæmt 9. grein laga um velferð dýra tilkynningaskyld til Matvælastofnunar eða lögreglu ef við teljum að aðstæður dýra séu brot á lögum um velferð dýra.“ Bæjarráð Mosfellsbæjar vísaði erindi Ernu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og til tómstundafulltrúa.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mosfellsbær Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira