Goðsögn fagnaði frábæru marki með því að fá sér bjórsopa í miðjum leik | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. október 2018 10:30 Kennedy Bakircioglu hefur spilað með Birki Má Sævarssyni, Ögmundi Kristinssyni, Arnóri Smárasyni og fleirum. vísir/getty Kennedy Bakircioglu er ekki bara goðsögn í lifandi lífi hjá Football Manager-spilurum heldur er hann dýrkaður og dáður hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. Ástin á milli hans og stuðningsmannanna minnkaði svo ekkert í gærkvöldi þegar að hann fagnaði marki með því að fá sér bjórsopa. Kennedy, sem er orðinn 37 ára gamall, hefur fengið minna að spila en áður hjá Stokkhólmsliðinu en hann er áfram í Guðatölu hjá stuðningsmönnunum. Þegar að hann byrjaði að gera sig kláran fyrir innkomu af bekknum fóru þeir að syngja nafn hans og miðjumaðurinn kom svo inn á þremur mínútum síðar. Hann var aðeins búinn að vera inn á vellinum í sex mínútur þegar að Hammarby fékk aukaspyrnu af tæplega 30 metra færi. Kennedy gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr spyrnunni algjörlega geggjað mark sem að má sjá hér. Síðasta markið í 3-0 sigri.Så kan man också fira en riktig frisparkskanon! pic.twitter.com/E11VYzQ155 — Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 1, 2018 Aldni höfðinginn tók á rás að stúkunni til að fagna með stuðningsmönnum Hammarby sem eru á meðal þeirra bestu í Evrópu en einn gleymdi sér í gleðinni og kastaði bjórflösku úr plasti að leikmanninum. Kennedy gerði sér lítið fyrir og greip flöskuna í miðjum fagnaðarlátunum og það á ferð. Hann gerði svo enn betur og kláraði síðasta sopann áður en hann var svo faðmaður í ræmur úti við hornfánann af samherjum og stuðningsmönnum. „Þetta var alveg bilað. Það var einhver sem henti að mér bjór þannig ég varð bara að klára hann. Þetta var mjög gaman og hlutirnir verða ekki meira Hammarby en þetta,“ sagði kampakátur Kennedy Bakircioglu eftir leikinn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira
Kennedy Bakircioglu er ekki bara goðsögn í lifandi lífi hjá Football Manager-spilurum heldur er hann dýrkaður og dáður hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. Ástin á milli hans og stuðningsmannanna minnkaði svo ekkert í gærkvöldi þegar að hann fagnaði marki með því að fá sér bjórsopa. Kennedy, sem er orðinn 37 ára gamall, hefur fengið minna að spila en áður hjá Stokkhólmsliðinu en hann er áfram í Guðatölu hjá stuðningsmönnunum. Þegar að hann byrjaði að gera sig kláran fyrir innkomu af bekknum fóru þeir að syngja nafn hans og miðjumaðurinn kom svo inn á þremur mínútum síðar. Hann var aðeins búinn að vera inn á vellinum í sex mínútur þegar að Hammarby fékk aukaspyrnu af tæplega 30 metra færi. Kennedy gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr spyrnunni algjörlega geggjað mark sem að má sjá hér. Síðasta markið í 3-0 sigri.Så kan man också fira en riktig frisparkskanon! pic.twitter.com/E11VYzQ155 — Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 1, 2018 Aldni höfðinginn tók á rás að stúkunni til að fagna með stuðningsmönnum Hammarby sem eru á meðal þeirra bestu í Evrópu en einn gleymdi sér í gleðinni og kastaði bjórflösku úr plasti að leikmanninum. Kennedy gerði sér lítið fyrir og greip flöskuna í miðjum fagnaðarlátunum og það á ferð. Hann gerði svo enn betur og kláraði síðasta sopann áður en hann var svo faðmaður í ræmur úti við hornfánann af samherjum og stuðningsmönnum. „Þetta var alveg bilað. Það var einhver sem henti að mér bjór þannig ég varð bara að klára hann. Þetta var mjög gaman og hlutirnir verða ekki meira Hammarby en þetta,“ sagði kampakátur Kennedy Bakircioglu eftir leikinn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira