Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2018 14:19 Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. visir/vilhelm Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, ætlar að bjóða sig fram til formanns hjá Sjómannafélagi Íslands. Og vinnur nú í að setja saman lista til framboðs í stjórn. Hún hefur fengið nóg af því sem hún kallar tregðu í samskiptum og almennt upplýsingaleysi í Sjómannafélaginu. Þolinmæðin er á þrotum. Heiðveig María hefur ítrekað kallað eftir upplýsingum um eitt og annað sem snýr að félaginu en er ekki svo mikið sem virt svars. Á vormánuðum sendi hún fyrirspurn, sem hún hefur svo ítrekað með því að áframsenda hana á stjórnarmenn félagsins, trúnaðarráð og starfsmenn félagsins en allt kemur fyrir ekki. Fyrirspurn hennar má sjá hér neðar.Þetta virðist vera hálfgerð mafía? „Ég ætla ekki að leyfa mér að taka svo stórt til orða. En það lítur eiginlega út fyrir það. Ég get ekki sagt annað. Ég fæ engin gögn, engar upplýsingar. Það verður bara að hjóla í þetta. Það verður einhver að gera það,“ segir Heiðveig María hressileg en Vísir ræddi við hana í kaldri golunni á kæjanum úti á Granda. Hún er hvergi bangin við að vaða í vélarnar og talar enga tæpitungu. Hún segir viðbrögð félaga sinna meðal sjómanna vegna fyrirhugaðs framboðs hafa verið afar góð og hafa margir orðið til að lýsa yfir stuðningi. Hún er að fara á sjó á morgun. Hún er á Engey ER 1 sem hún kallar Drottninguna. Eitt þriggja systurskipa sem Grandi gerir út. Hún er háseti og kokkur til skiptis. En, starfar reyndar alla jafna sjálfstætt sem viðskiptalögfræðingur. „En fer einn til tvo túra mánuði,“ segir Heiðveig María. Hún var til sjós um tveggja eða þriggja ára skeið um aldamótin. Fór svo til að sinna ungum börnum sínum en nú, þegar þau eru orðin nógu stór og aðstæður leyfa, fer hún á sjó.Lýðræðislegt aðgengi afar takmarkað Heiðveig María hefur ýmislegt út á forystu sjómanna að setja. Hún segir almennt lýðræðislegt aðgengi afar takmarkað, það sé líkt og að ganga á sýrópi að fá upplýsingar og að forystan öll sé ósamstiga.Heiðveig María talar enga tæpitungu og veður í vélarnar. Hún segir mikla óánægju meðal sjómanna með núverandi forystu.visir/vilhelm„Já, það sem mér þótti áberandi í þessu verkfalli síðast, var eins með Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, sem var þá aðili að Sjómannasambandinu, að formaður Sjómannasambandsins vann alltaf á móti þeim, í kjarasamningunum. Og svo var Sjómannafélag Íslands, stakt og eitt og sér með umboð fyrir sína skjólstæðinga. Meðan á verkfallinu stóð varð klofningur í Sjómannasambandinu,“ segir Heiðveig María, þegar SVG dró samningsumboð sitt til baka og heim í hús. Frá Sjómannasambandinu. Og Sjómannafélagið, sem ekki er aðili að Sjómannasambandinu, spilar sóló. Hún veit ekki einu sinni hversu margir eru í Sjómannafélaginu, vegna takmarkaðs aðgengis að upplýsingum. Líklega 6 til 700 manns. Og áður en SVG, sem telur 700 manns, klauf sig úr Sjómannasambandinu voru þar rúmlega 2.100 manns. Heiðveig María segir Valmund Valmundsson, formann Sjómannasambandsins, illa jarðtengdan, það sýni málflutningur hans í tengslum við myndavélafrumvarpið. Um það séu mjög skiptar skoðanir.Forysta sjómanna smákóngasamfélag Aðallega er það framgangan í síðasta verkfalli og svo þessi þögn og þetta tómlæti sem knýr Heiðveigu Maríu til að fara gegn sitjandi stjórn.Ólíklegt verður að teljast að Jónas Garðarsson láti af völdum þegjandi og hljóðalaust.visir/valli„Já, þessi þögn, ég hef ekki fengið neinar upplýsingar þó ég hafi beinlínis öskrað á þá, er óafsakanleg framkoma. Það vantar samstöðu og samtal í stéttina, þar eru stakir póstar, ósamstiga. Sem er staðreynd. Þarf ekki annað en skoða verkfallssöguna. Þetta er smákóngasamfélag þar sem allir vilja ota sínum tota, hafa völd í einhverjum sem ekkert er. Hvað eru þeir þá að gera?“ Aðalfundur í Sjómannafélaginu er jafnan haldinn milli jóla og nýárs. En, kosið er frá lokum nóvembermánaðar til 10. janúar. Þannig að nú stefnir í að hiti verði í kolum í Sjómannafélaginu. Ólíklegt verður að heita að Jónas Garðarsson formaður láti af völdum þegjandi og hljóðalaust. Eftir því sem Heiðveig María kemst næst hefur aldrei verið tekist á um forystuna í kosningum heldur hefur trúnaðarmannaráð yfirleitt gengið frá lista þeirra sem eru í framboði sem svo hefur verið samþykkt þegjandi og hljóðalaust. Kjaramál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, ætlar að bjóða sig fram til formanns hjá Sjómannafélagi Íslands. Og vinnur nú í að setja saman lista til framboðs í stjórn. Hún hefur fengið nóg af því sem hún kallar tregðu í samskiptum og almennt upplýsingaleysi í Sjómannafélaginu. Þolinmæðin er á þrotum. Heiðveig María hefur ítrekað kallað eftir upplýsingum um eitt og annað sem snýr að félaginu en er ekki svo mikið sem virt svars. Á vormánuðum sendi hún fyrirspurn, sem hún hefur svo ítrekað með því að áframsenda hana á stjórnarmenn félagsins, trúnaðarráð og starfsmenn félagsins en allt kemur fyrir ekki. Fyrirspurn hennar má sjá hér neðar.Þetta virðist vera hálfgerð mafía? „Ég ætla ekki að leyfa mér að taka svo stórt til orða. En það lítur eiginlega út fyrir það. Ég get ekki sagt annað. Ég fæ engin gögn, engar upplýsingar. Það verður bara að hjóla í þetta. Það verður einhver að gera það,“ segir Heiðveig María hressileg en Vísir ræddi við hana í kaldri golunni á kæjanum úti á Granda. Hún er hvergi bangin við að vaða í vélarnar og talar enga tæpitungu. Hún segir viðbrögð félaga sinna meðal sjómanna vegna fyrirhugaðs framboðs hafa verið afar góð og hafa margir orðið til að lýsa yfir stuðningi. Hún er að fara á sjó á morgun. Hún er á Engey ER 1 sem hún kallar Drottninguna. Eitt þriggja systurskipa sem Grandi gerir út. Hún er háseti og kokkur til skiptis. En, starfar reyndar alla jafna sjálfstætt sem viðskiptalögfræðingur. „En fer einn til tvo túra mánuði,“ segir Heiðveig María. Hún var til sjós um tveggja eða þriggja ára skeið um aldamótin. Fór svo til að sinna ungum börnum sínum en nú, þegar þau eru orðin nógu stór og aðstæður leyfa, fer hún á sjó.Lýðræðislegt aðgengi afar takmarkað Heiðveig María hefur ýmislegt út á forystu sjómanna að setja. Hún segir almennt lýðræðislegt aðgengi afar takmarkað, það sé líkt og að ganga á sýrópi að fá upplýsingar og að forystan öll sé ósamstiga.Heiðveig María talar enga tæpitungu og veður í vélarnar. Hún segir mikla óánægju meðal sjómanna með núverandi forystu.visir/vilhelm„Já, það sem mér þótti áberandi í þessu verkfalli síðast, var eins með Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, sem var þá aðili að Sjómannasambandinu, að formaður Sjómannasambandsins vann alltaf á móti þeim, í kjarasamningunum. Og svo var Sjómannafélag Íslands, stakt og eitt og sér með umboð fyrir sína skjólstæðinga. Meðan á verkfallinu stóð varð klofningur í Sjómannasambandinu,“ segir Heiðveig María, þegar SVG dró samningsumboð sitt til baka og heim í hús. Frá Sjómannasambandinu. Og Sjómannafélagið, sem ekki er aðili að Sjómannasambandinu, spilar sóló. Hún veit ekki einu sinni hversu margir eru í Sjómannafélaginu, vegna takmarkaðs aðgengis að upplýsingum. Líklega 6 til 700 manns. Og áður en SVG, sem telur 700 manns, klauf sig úr Sjómannasambandinu voru þar rúmlega 2.100 manns. Heiðveig María segir Valmund Valmundsson, formann Sjómannasambandsins, illa jarðtengdan, það sýni málflutningur hans í tengslum við myndavélafrumvarpið. Um það séu mjög skiptar skoðanir.Forysta sjómanna smákóngasamfélag Aðallega er það framgangan í síðasta verkfalli og svo þessi þögn og þetta tómlæti sem knýr Heiðveigu Maríu til að fara gegn sitjandi stjórn.Ólíklegt verður að teljast að Jónas Garðarsson láti af völdum þegjandi og hljóðalaust.visir/valli„Já, þessi þögn, ég hef ekki fengið neinar upplýsingar þó ég hafi beinlínis öskrað á þá, er óafsakanleg framkoma. Það vantar samstöðu og samtal í stéttina, þar eru stakir póstar, ósamstiga. Sem er staðreynd. Þarf ekki annað en skoða verkfallssöguna. Þetta er smákóngasamfélag þar sem allir vilja ota sínum tota, hafa völd í einhverjum sem ekkert er. Hvað eru þeir þá að gera?“ Aðalfundur í Sjómannafélaginu er jafnan haldinn milli jóla og nýárs. En, kosið er frá lokum nóvembermánaðar til 10. janúar. Þannig að nú stefnir í að hiti verði í kolum í Sjómannafélaginu. Ólíklegt verður að heita að Jónas Garðarsson formaður láti af völdum þegjandi og hljóðalaust. Eftir því sem Heiðveig María kemst næst hefur aldrei verið tekist á um forystuna í kosningum heldur hefur trúnaðarmannaráð yfirleitt gengið frá lista þeirra sem eru í framboði sem svo hefur verið samþykkt þegjandi og hljóðalaust.
Kjaramál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira