Samtök atvinnulífsins vilja hefja kjaraviðræður strax Heimir Már Pétursson skrifar 2. október 2018 20:54 Samtök atvinnulífsins vilja hefja formlegar viðræður við verkalýðshreyfinguna um nýja kjarasamninga nú þegar og hefur kynnt henni áherslur sínar. Formaður VR segir að þar kveði við kunnuglegan tón um litlar launahækkanir sem ekki geti orðið grundvöllur til samninga. Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir að bæta megi lífskjör og starfsánægju með öðru en beinum launahækkunum. Ný forysta í stærstu verkalýðsfélögunum hefur hins vegar lagt áherslu á töluverða hækkun lægstu launa.Má ekki búast við að það mætist stálin stinn við samningaborðið?„Það vona ég sannarlega ekki. Vegna þess að lífskjör þjóðarinnar eru undir og við verðum einfaldlega að finna út úr því með hvað hætti við ætlum að lenda þessum samningum. Mín sýn er að það sé mikilvægt að aðilar hefji viðræður án tafar og reyni að finna einhvern sameiginlegan samningsgrundvöll. Því á endanum endar þetta með því að við verðum að undirrita kjarasamning. Til þess er leikurinn gerður,“ segir Halldór Benjamín.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í bréfi frá Samtökum atvinnulífsins felist köld kveðja.Vísir/stöð2Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir félagið hafa átt í óformlegum viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Þessi tónn er ekkert nýr. En það er klárt mál að þetta er köld kveðja. Ein af mörgum sem við höfum fengið inn í viðræðurnar,“ segir Ragnar Þór. Í bréfi SA er lýst vilja til að ræða sveigjanlegri vinnutíma með það að markmiði að draga úr vægi yfirvinnu í launum. „Hugmyndir SA hafa fyrst og fremst verið þær að auka sveigjanleika vinnutímans með því að leyfa fólki að vinna dagvinnu um helgar og leyfa fólki jafnvel að vinna dagvinnu og teygja hana fram á kvöld. Það er ekki sá sveigjanleiki sem við erum að berjast fyrir. Við erum að berjast fyrir styttingu vinnuvikunnar og þannig fjölskylduvænni nálgun,“ segir Ragnar Þór. Halldór Benjamín segir yfirvinnu mun hærra hlutfall launa hér en þekkist víða annars staðar. „Það er hagur bæði launþega og atvinnurekenda að auka sveigjanleika á íslenskum vinnumarkaði. Sem er miklu minni en til dæmis sveigjanleiki á Norðurlöndunum. Ég held að við eigum að læra sem mest af vinnumarkaðnum eins og hann er praktiseraður á Norðurlöndum og þetta er mikilvægt skref í því,“ segir framkvæmdastjóri SA. Báðir aðilar virðast hins vegar sammála að auka þurfi húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir lægst launaða fólkið í landinu. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Samtök atvinnulífsins vilja hefja formlegar viðræður við verkalýðshreyfinguna um nýja kjarasamninga nú þegar og hefur kynnt henni áherslur sínar. Formaður VR segir að þar kveði við kunnuglegan tón um litlar launahækkanir sem ekki geti orðið grundvöllur til samninga. Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir að bæta megi lífskjör og starfsánægju með öðru en beinum launahækkunum. Ný forysta í stærstu verkalýðsfélögunum hefur hins vegar lagt áherslu á töluverða hækkun lægstu launa.Má ekki búast við að það mætist stálin stinn við samningaborðið?„Það vona ég sannarlega ekki. Vegna þess að lífskjör þjóðarinnar eru undir og við verðum einfaldlega að finna út úr því með hvað hætti við ætlum að lenda þessum samningum. Mín sýn er að það sé mikilvægt að aðilar hefji viðræður án tafar og reyni að finna einhvern sameiginlegan samningsgrundvöll. Því á endanum endar þetta með því að við verðum að undirrita kjarasamning. Til þess er leikurinn gerður,“ segir Halldór Benjamín.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í bréfi frá Samtökum atvinnulífsins felist köld kveðja.Vísir/stöð2Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir félagið hafa átt í óformlegum viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Þessi tónn er ekkert nýr. En það er klárt mál að þetta er köld kveðja. Ein af mörgum sem við höfum fengið inn í viðræðurnar,“ segir Ragnar Þór. Í bréfi SA er lýst vilja til að ræða sveigjanlegri vinnutíma með það að markmiði að draga úr vægi yfirvinnu í launum. „Hugmyndir SA hafa fyrst og fremst verið þær að auka sveigjanleika vinnutímans með því að leyfa fólki að vinna dagvinnu um helgar og leyfa fólki jafnvel að vinna dagvinnu og teygja hana fram á kvöld. Það er ekki sá sveigjanleiki sem við erum að berjast fyrir. Við erum að berjast fyrir styttingu vinnuvikunnar og þannig fjölskylduvænni nálgun,“ segir Ragnar Þór. Halldór Benjamín segir yfirvinnu mun hærra hlutfall launa hér en þekkist víða annars staðar. „Það er hagur bæði launþega og atvinnurekenda að auka sveigjanleika á íslenskum vinnumarkaði. Sem er miklu minni en til dæmis sveigjanleiki á Norðurlöndunum. Ég held að við eigum að læra sem mest af vinnumarkaðnum eins og hann er praktiseraður á Norðurlöndum og þetta er mikilvægt skref í því,“ segir framkvæmdastjóri SA. Báðir aðilar virðast hins vegar sammála að auka þurfi húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir lægst launaða fólkið í landinu.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira