Samtök atvinnulífsins vilja hefja kjaraviðræður strax Heimir Már Pétursson skrifar 2. október 2018 20:54 Samtök atvinnulífsins vilja hefja formlegar viðræður við verkalýðshreyfinguna um nýja kjarasamninga nú þegar og hefur kynnt henni áherslur sínar. Formaður VR segir að þar kveði við kunnuglegan tón um litlar launahækkanir sem ekki geti orðið grundvöllur til samninga. Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir að bæta megi lífskjör og starfsánægju með öðru en beinum launahækkunum. Ný forysta í stærstu verkalýðsfélögunum hefur hins vegar lagt áherslu á töluverða hækkun lægstu launa.Má ekki búast við að það mætist stálin stinn við samningaborðið?„Það vona ég sannarlega ekki. Vegna þess að lífskjör þjóðarinnar eru undir og við verðum einfaldlega að finna út úr því með hvað hætti við ætlum að lenda þessum samningum. Mín sýn er að það sé mikilvægt að aðilar hefji viðræður án tafar og reyni að finna einhvern sameiginlegan samningsgrundvöll. Því á endanum endar þetta með því að við verðum að undirrita kjarasamning. Til þess er leikurinn gerður,“ segir Halldór Benjamín.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í bréfi frá Samtökum atvinnulífsins felist köld kveðja.Vísir/stöð2Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir félagið hafa átt í óformlegum viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Þessi tónn er ekkert nýr. En það er klárt mál að þetta er köld kveðja. Ein af mörgum sem við höfum fengið inn í viðræðurnar,“ segir Ragnar Þór. Í bréfi SA er lýst vilja til að ræða sveigjanlegri vinnutíma með það að markmiði að draga úr vægi yfirvinnu í launum. „Hugmyndir SA hafa fyrst og fremst verið þær að auka sveigjanleika vinnutímans með því að leyfa fólki að vinna dagvinnu um helgar og leyfa fólki jafnvel að vinna dagvinnu og teygja hana fram á kvöld. Það er ekki sá sveigjanleiki sem við erum að berjast fyrir. Við erum að berjast fyrir styttingu vinnuvikunnar og þannig fjölskylduvænni nálgun,“ segir Ragnar Þór. Halldór Benjamín segir yfirvinnu mun hærra hlutfall launa hér en þekkist víða annars staðar. „Það er hagur bæði launþega og atvinnurekenda að auka sveigjanleika á íslenskum vinnumarkaði. Sem er miklu minni en til dæmis sveigjanleiki á Norðurlöndunum. Ég held að við eigum að læra sem mest af vinnumarkaðnum eins og hann er praktiseraður á Norðurlöndum og þetta er mikilvægt skref í því,“ segir framkvæmdastjóri SA. Báðir aðilar virðast hins vegar sammála að auka þurfi húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir lægst launaða fólkið í landinu. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins vilja hefja formlegar viðræður við verkalýðshreyfinguna um nýja kjarasamninga nú þegar og hefur kynnt henni áherslur sínar. Formaður VR segir að þar kveði við kunnuglegan tón um litlar launahækkanir sem ekki geti orðið grundvöllur til samninga. Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir að bæta megi lífskjör og starfsánægju með öðru en beinum launahækkunum. Ný forysta í stærstu verkalýðsfélögunum hefur hins vegar lagt áherslu á töluverða hækkun lægstu launa.Má ekki búast við að það mætist stálin stinn við samningaborðið?„Það vona ég sannarlega ekki. Vegna þess að lífskjör þjóðarinnar eru undir og við verðum einfaldlega að finna út úr því með hvað hætti við ætlum að lenda þessum samningum. Mín sýn er að það sé mikilvægt að aðilar hefji viðræður án tafar og reyni að finna einhvern sameiginlegan samningsgrundvöll. Því á endanum endar þetta með því að við verðum að undirrita kjarasamning. Til þess er leikurinn gerður,“ segir Halldór Benjamín.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í bréfi frá Samtökum atvinnulífsins felist köld kveðja.Vísir/stöð2Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir félagið hafa átt í óformlegum viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Þessi tónn er ekkert nýr. En það er klárt mál að þetta er köld kveðja. Ein af mörgum sem við höfum fengið inn í viðræðurnar,“ segir Ragnar Þór. Í bréfi SA er lýst vilja til að ræða sveigjanlegri vinnutíma með það að markmiði að draga úr vægi yfirvinnu í launum. „Hugmyndir SA hafa fyrst og fremst verið þær að auka sveigjanleika vinnutímans með því að leyfa fólki að vinna dagvinnu um helgar og leyfa fólki jafnvel að vinna dagvinnu og teygja hana fram á kvöld. Það er ekki sá sveigjanleiki sem við erum að berjast fyrir. Við erum að berjast fyrir styttingu vinnuvikunnar og þannig fjölskylduvænni nálgun,“ segir Ragnar Þór. Halldór Benjamín segir yfirvinnu mun hærra hlutfall launa hér en þekkist víða annars staðar. „Það er hagur bæði launþega og atvinnurekenda að auka sveigjanleika á íslenskum vinnumarkaði. Sem er miklu minni en til dæmis sveigjanleiki á Norðurlöndunum. Ég held að við eigum að læra sem mest af vinnumarkaðnum eins og hann er praktiseraður á Norðurlöndum og þetta er mikilvægt skref í því,“ segir framkvæmdastjóri SA. Báðir aðilar virðast hins vegar sammála að auka þurfi húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir lægst launaða fólkið í landinu.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira