Erlent

Fan Bingbing rýfur mánaða þögn: Segist hafa brugðist þjóð sinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Fan Bingbing á Cannes kvikmyndahátíðinni
Fan Bingbing á Cannes kvikmyndahátíðinni Vísir/Getty
Kínverska leikkonan Fan Bingbing segist hafa brugðist þjóð sinni. Þetta sagði leikkonan í yfirlýsingu sem hún birti á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo en þetta er það fyrsta sem heyrist frá leikkonunni í nokkra mánuði.

Kínverski ríkisfjölmiðillinn Xinhua sagði frá því að Bingbing skuldaði því sem nemur um 100 milljónum dollara í skatta, sem eru um ellefu milljörðum íslenskra króna. S

Xinhua sagði frá því að ef leikkonan gengst við því að greiða það sem hún skuldar og meðfylgjandi sekt þá verði hún ekki ákærð.

Hún sást síðast opinberlega 1. júlí síðastliðinn, eða rétt áður en hún var sökuð um undanskot frá skatti. Ekkert hafði heyrst frá henni á Weibo síðast 23. júlí síðastliðinn.

Skömmu eftir að ríkisfjölmiðillinn kínverski greindi frá skuld hennar birti hún afsökunarbeiðni á Weibo þar sem hún sagðist hafa brugðist þjóðinni sem ól hana upp, samfélaginu sem treysti henni og aðdáendum sem elskuðu hana.

Hún sagðist gangast við brotum sínum og ætlar sér að endurgreiða ríkinu skuldina og sektina.

Nokkrar kenningar hafa verið uppi um hvarf hennar. Sumir hafa haldið því fram að hún sé í haldi kínverskra yfirvalda á meðan aðrir hafa fullyrt að hún hafi flúið til Los Angeles til að sækja um hæli í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×