Fótbolti

Bandaríkjamenn geta nú horft á Íslendingana í Danmörku og Svíþjóð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Ingvi í leik með Malmö fyrr á þessu tímabili.
Arnór Ingvi í leik með Malmö fyrr á þessu tímabili. vísir/getty
Bandaríkjamenn geta nú séð einn leik úr dönsku og sænsku úrvalsdeildunum í hverri viku en ESPN hefur keypt sjónvarpsréttinn að deildunum í Bandaríkjunum.

ESPN tilkynnti þetta á blaðamannafundi á mánudaginn en sjónvarpsstöðin mun sýna einn leik úr dönsku og sænsku úrvalsdeildinni í hverri viku.

Leikirnir verður sýndur á sjónvarpsstöðinni ESPN+ en auk þess að kaupa aðgang að Svíþjóð og Danmörku hefur ESPN keypt réttinn að ítalska bikarnum.

Hjörtur Hermannsson, Eggert Gunnþór Jónsson og Jón Dagur Þorsteinsson leika allir í dönsku úrvalsdeildinni og því eru líkur á að þeir verði á skjám margra milljóna Bandaríkjamanna síðar í vetur.

Þeir er ögn fleiri í Svíþjóð. Guðmundur Þórarinsson, Haukur Heiðar Hauksson, Kristján Flóki Finnbogason, Óttar Magnús Karlsson og Arnór Ingvi Traustason vonast til að detta inn á skjáinn í Bandaríkjunum síðar á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×