Ekki verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2018 20:00 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, bendir á að ekki hafi verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár. Verkalýðshreyfinging hefur lengi kallað eftir aðgerðaáætlun en segir pólitískan vilja vanta. Dómsmálaráðherra hafnar gagnrýninni og segir þessi mál tekin alvarlega. Í þætti Kveiks sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu í gær var fjallað um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir aðgerðum í málaflokknum og segir á heimasíðu Starfsgreinasambandsins að mansal, sem stundum kann að fylgja þessari brotastarfsemi, sé grófasta birtingarmynd mannréttindabrota og nauðsynlegt sé að stéttarfélög, stjórnvöld og almenningur sé meðvitaður um þá vaxandi ógn sem mansal sé hér á landi. Þetta sé þrælahald nútímans. „Það sem hefur sárlega skort er að einhver sé með yfirsýnina sem samhæfir aðgerðir og vald til að skilgreina hvað mansal er. Sárlega vantar peninga inn í málaflokkinn bæði hjá lögreglu og víðar og við erum ekki með aðgerðaáætlun gegn mansali hér á Íslandi," bendir Drífa á. Aðspurð hver beri ábyrgðina á að þessi vinna fari af stað segir hún liggja hjá dómsmálaráðuneytinu. „Dómsmálaráðherra hefur ekki sýnt vilja til þess að ganga í þessi mál,” segir hún.Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir aðgerðaráætlun í vinnslu.vísir/ernirÁætlun í vinnslu frá árinu 2017Frá árinu 2016 hefur Verkalýðshreyfingin þrýst á að aðgerðaáætlun verði virkjuð en þá rann formleg áætlun úr gildi. Í upphafi árs 2017 var Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra spurð hvaða áform væru um áætlunina. Samkvæmt svari hófst vinna við hana um mitt sama ár og segir Sigríður áætlunina enn vera í vinnslu. „Drög að þeirri áætlun mun liggja fyrir nú í haust. Þau verða send í víðtækt umsagnarferli í framhaldi. Ég býst við að áætlunin verði tilbúin í upphafi næsta árs. Ég vil þó árétta það að jafnvel þó að aðgerðaráætlun er lýtur að mansali hafi náð til 2017 þá er ekki þar með sagt að menn séu ekki að vinna samkvæmt þeirri áætlun eða það sé ekki verið að vinna gegn mansali í stjórnkerfinu,” segir Sigríður.ViðbótSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tjáði sig frekar um málið á Facebook eftir að fréttin fór í loftið á Stöð 2. Kjaramál Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, bendir á að ekki hafi verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár. Verkalýðshreyfinging hefur lengi kallað eftir aðgerðaáætlun en segir pólitískan vilja vanta. Dómsmálaráðherra hafnar gagnrýninni og segir þessi mál tekin alvarlega. Í þætti Kveiks sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu í gær var fjallað um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir aðgerðum í málaflokknum og segir á heimasíðu Starfsgreinasambandsins að mansal, sem stundum kann að fylgja þessari brotastarfsemi, sé grófasta birtingarmynd mannréttindabrota og nauðsynlegt sé að stéttarfélög, stjórnvöld og almenningur sé meðvitaður um þá vaxandi ógn sem mansal sé hér á landi. Þetta sé þrælahald nútímans. „Það sem hefur sárlega skort er að einhver sé með yfirsýnina sem samhæfir aðgerðir og vald til að skilgreina hvað mansal er. Sárlega vantar peninga inn í málaflokkinn bæði hjá lögreglu og víðar og við erum ekki með aðgerðaáætlun gegn mansali hér á Íslandi," bendir Drífa á. Aðspurð hver beri ábyrgðina á að þessi vinna fari af stað segir hún liggja hjá dómsmálaráðuneytinu. „Dómsmálaráðherra hefur ekki sýnt vilja til þess að ganga í þessi mál,” segir hún.Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir aðgerðaráætlun í vinnslu.vísir/ernirÁætlun í vinnslu frá árinu 2017Frá árinu 2016 hefur Verkalýðshreyfingin þrýst á að aðgerðaáætlun verði virkjuð en þá rann formleg áætlun úr gildi. Í upphafi árs 2017 var Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra spurð hvaða áform væru um áætlunina. Samkvæmt svari hófst vinna við hana um mitt sama ár og segir Sigríður áætlunina enn vera í vinnslu. „Drög að þeirri áætlun mun liggja fyrir nú í haust. Þau verða send í víðtækt umsagnarferli í framhaldi. Ég býst við að áætlunin verði tilbúin í upphafi næsta árs. Ég vil þó árétta það að jafnvel þó að aðgerðaráætlun er lýtur að mansali hafi náð til 2017 þá er ekki þar með sagt að menn séu ekki að vinna samkvæmt þeirri áætlun eða það sé ekki verið að vinna gegn mansali í stjórnkerfinu,” segir Sigríður.ViðbótSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tjáði sig frekar um málið á Facebook eftir að fréttin fór í loftið á Stöð 2.
Kjaramál Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22
Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00
Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30