Fótbolti

Holland í góðum málum gegn Dönum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Hollendinga og Dana í kvöld.
Úr leik Hollendinga og Dana í kvöld. vísir/afp

Hollendingar eru í góðum málum fyrir síðari leikinn gegn Danmörku í umspili um laust sæti á HM kvenna sem fer fram í Frakklandi næsta sumar.

Evrópumeistararnir í Hollandi unnu 2-0 sigur á Danmörku í Hollandi í kvöld. Mörkin skoruðu Lineth Beerensteyn og Shanice van de Sanden en bæði komu með skalla.

LIðin mætast í Danmörku á þriðjudaginn, nánar tiltekið Viborg, en mikið þarf að gerast til þess að Evrópumeistararnir leika ekki á HM næsta sumar.

Í hinum umspilsleik kvöldsins gerðu frændþjóðirnar Belgía og Sviss 2-2 jafntefli. Í tvígang komust Belgar yfir en Alisha Lehmann skoraði í tvígang og tryggði Sviss 2-2 jafntefli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.