Innlent

Óperusöngkonan Montserrat Caballé látin

Atli Ísleifsson skrifar
Montserrat Caballé með Freddie Mercury árið 1987.
Montserrat Caballé með Freddie Mercury árið 1987. Vísir/Getty
Spænska óperusöngkonan Montserrat Caballé er látin, 85 ára að aldri. Caballé gerði garðinn meðal annars frægan fyrir samstarf sitt með söngvaranum Freddie Mercury þegar þau sungu saman lagið Barcelona. Lagið varð einkennislag Ólympíuleikanna í Barcelona árið 1992.

BBC  greinir frá því að Caballé hafi hafi glímt við veikindi um nokkurt skeið og hafi verið flutt á sjúkrahús í Barcelona í síðasta mánuði.

Ferill Caballé spannaði um hálfa öld þar sem hún starfaði meðal annars í óperuhúsunum í Basel og Bremen áður en hún sló almennilega í gegn í Lucrezia Borgia í Carnegie Hall í New York árið 1965. Síðar átti hún eftir að starfa í Metrópólitan-óperunni, Óperunni í San Francisco og í Vínarborg. Kom hún meðal annars fram með tenórunum Luciano Pavarotti og Placido Domingo.

Lagið Barcelona var fyrst gefið út árið 1987 og varð síðar einkennislag Ólympíuleikanna í Barcelona 1992, ári eftir að Mercury lést. Við setningu leikanna söng Caballé með þeim Domingo og José Carreras.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×