Enski boltinn

Vilja sjá Arsene Wenger sem næsta stjóra Manchester United

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Verður Wenger næsti stjóri Manchester United?
Verður Wenger næsti stjóri Manchester United? Vísir/Getty
Mikil pressa er á Jose Mourinho í stjórastólnum hjá Manchester United og hefur Zinedine Zidane verið nefndur sem arftaki hans verði hann rekinn. Nú er hins vegar nýtt nafn komið í umræðuna og er það Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal.



Jeff Stelling og Paul Merson, sparkspekingar hjá SkySports segja að Wenger væri kjörinn maður í starfið hjá Manchester United ef Mourinho verður rekinn.



Wenger var stjóri Arsenal frá 1996 og þangað til hann yfirgaf félagið í sumar.



"Þetta er ekki versta hugmynd í heimi. Þú verður að horfa á hvað Wenger gerði hjá Arsenal," sagði Merson en hann lék yfir 300 leiki hjá Arsenal á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×