Innlent

Rólegt veður víða á landinu í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Búast má við hægum vindum og skúrum eða slydduél á víð og dreif.
Búast má við hægum vindum og skúrum eða slydduél á víð og dreif. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir að yfirleitt verði fremur rólegt veður á landinu í dag. Búast megi við hægum vindum og skúrum eða slydduél á víð og dreif, en veststrekkingur norðaustan til og rigning eða slydda.

Á vef Veðurstofunnar segir að það snúist í norðankalda fyrir norðan í kvöld og nótt með slyddu þar. „Á morgun ríkir norðaustankaldi með rigningu eða slyddu öðru hvoru norðan til, en hægari vindar og stöku skúrir syðra. Hiti víða 1 til 6 stig að deginum, en kringum frostmark inn til landsins. Áfram meinlítið veður á þriðjudag og miðvikudag að séð verður.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag: Norðaustan 8-13 m/s á Vestfjörðum og með N-ströndinni, annars hægari breytileg átt. Slyddu- eða snjóél um N-vert landið, skúrir SV-til, en bjartviðri á SA-landi. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum. 

Á þriðjudag: Austlæg átt, 5-10 m/s og slydda eða rigning öðru hverju. Hiti 0 til 5 stig. 

Á miðvikudag: Suðlæg átt og dálítil rigning eða súld með köflum, en léttskýjað NA-til og hlýnar heldur. 

Á fimmtudag: Norðaustan- og austanhvassviðri með talsverð rigning á öllu landinu, en slyddu til fjalla. Milt veður. 

Á föstudag og laugardag: Útilit fyrir breytilegar áttir, úrkomu í flestum landshlutum og kólnandi veður.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.