Innlent

Norðurljósin dönsuðu fyrir höfuðborgarbúa

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sævar Helgi Bragason tók ljósmyndir af afar kröftugri norðurljósavirkni í kvöld.
Sævar Helgi Bragason tók ljósmyndir af afar kröftugri norðurljósavirkni í kvöld. Sævar Helgi Bragason
Mikilfenglega ljósasýningu mátti sjá á höfuðborgarsvæðinu í kvöld en mikil norðurljósavirkni er á norðurhveli jarðar. Norðurljósaspáin lofaði afar góðu fyrir kvöldið og var von á mikilli virkni. Svo virðist sem ræst hafi úr þeirri spá.

Fjölmargir lögðu leið sína að Gróttu til að virða fyrir sér norðurljósin eins og venjan er þegar mikilli norðurljósavirkni er spáð.

Sævar Helgi Bragason, oft kallaður Stjörnu-Sævar, þurfti ekki annað en að bregða sér út fyrir hússins dyr til sjá hinn mikilfenglegja norðurljósadans.

Sævar Helgi ritaði á facebooksíðuna Stjörnuvefurinn og sagði: „Nú erum við innan í hraðfleygum sólvindi sem lemur á segulsviðinu og veldur segulstormi og ljósasýningu í efri hluta andrúmsloftsins.“

Sævar Helgi tók fáeinar ljósmyndir af norðurljósunum í garðinum heima hjá sér.

Náðirðu mynd af norðurljósunum? Eða sástu þau annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu? Segðu frá í ummælakerfinu hér að neðan.

Norðurljósin voru svo björt og kröftug að ljósmengun hafði lítil sem engin áhrif á dans þeirra.Sævar Helgi Bragason
Erlendir ferðamenn hafa vafalaust verið ánægðir með norðurljósin í kvöld.Sævar Helgi Bragason



Fleiri fréttir

Sjá meira


×