Fótbolti

Zidane hefur ekki áhuga á starfi á Englandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zidane og Mourinho á góðri stundu.
Zidane og Mourinho á góðri stundu. vísir/getty
Enska úrvalsdeildinn heillar Zinedine Zidane ekki og hefur hann lítinn áhuga á að taka við liði Manchester United samkvæmt frétt ESPN.

Zidane hefur verið mikið orðaður við stjórastarf Manchester United á síðustu misserum þar sem Jose Mourinho virðist sitja á tímasprengju.

Zidane hætti með lið Real Madrid í vor eftir að hafa stýrt þeim til sigurs í Meistaradeild Evrópu.

ESPN hefur eftir umboðsmanni Zidane, Alain Migliaccio, að Zidane sé ekki líklegur arftaki Mourinho.

„Ég held hann muni ekki þjálfa á Englandi. Það er ekki hans stíll. Ég hef rætt það við hann og enska deildin heillar hann ekki,“ sagði Migliaccio.

Migliaccio sagði jafnframt að Zidane ætlaði að taka sér ár frá þjálfun.


Tengdar fréttir

Beckham vill að Zidane stýri nýja liðinu

Zinedine Zidane gæti verið á leið til Bandaríkjanna þar sem hann mun taka við stöðu knattspyrnutjóra hjá Inter Miami, nýja félagsliðinu hans David Beckham.

Juventus gælir við endurkomu Zidane til Ítalíu

Manchester United gæti þurft að flýta sér í að semja við Zinedine Zidane vilji liðið fá hann sem nýjan knattspyrnustjóra því ítalska stórveldið Juventus hefur áhuga á að fá Zidane til sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×