Fótbolti

Þessir 30 koma til greina sem sigurvegarar Ballon D'or

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þessir tveir eru á meðal þeirra sem eru tilnefndir.
Þessir tveir eru á meðal þeirra sem eru tilnefndir.
Í kvöld var gefið út hvaða 30 leikmenn koma til greina sem sigurvegarar í Ballon D’or en úrslitin verða kunngjört þriðja desember.

Tímaritið, France Football, heldur utan um Ballon D’or og er það ekkert tengt vali FIFA en á dögunum var Luka Modric kosinn sá besti á síðasta tímabili af FIFA.

Íþróttafréttamenn víðs vegar um heiminn kjósa í valinu um Ballon D’or en hver íþróttafréttamaður velur fimm leikmenn á sinn topp fimm lista og fá þeir stig eftir því.

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru að sjálfsögðu á listanum en einnig eru nöfn á borð við Mo Salah, Kun Aguero og Roberto Firmino.

Listann í heild má ská hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×