Neyðarástand vegna fellibyls Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. október 2018 07:00 Stormurinn gekk yfir Kúbu í gær. Neyðarástandi lýst yfir í Flórída. Viðvaranir við hitabeltisstormi í sýslunum í kring. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og fellibylsviðvaranir verið gefnar í 26 sýslum á hinu svokallaða pönnuskafti (e. Panhandle) Flórída í Bandaríkjunum, það er landræmunni sem gengur vestur frá Flórídaskaganum og að borginni Pensacola. Sömuleiðis hafa verið gefnar út viðvaranir við hitabeltisstormi í nærliggjandi sýslum og suður að Tampa. Ástæðan er fellibylurinn Michael, sem gekk yfir Kúbu í gær sem hitabeltisstormur. Samkvæmt frétt CNN var allt að 304 millimetra úrkoma á vesturhluta Kúbu í gær. Samkvæmt spám bæði einkareknu veðurstofunnar The Weather Channel og fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna (NHC) er útlit fyrir að Michael gangi á land í Flórída sem annars stigs fellibylur á morgun. Vindhraði verði á milli 33 og 49 metrar á sekúndu og úrkoma mikil. Strax í gær voru eyjarskeggjar á Keys-eyjum, rétt suður af Flórídaskaga, farnir að finna vel fyrir votviðrinu. Búist er við um 100 millimetra úrkomu þar í dag. Búist er við því að yfirborð sjávar komi til með að hækka mikið allt frá Pensacola og að Tampa vegna stormsins. Hafa íbúar því verið beðnir um að vera á varðbergi þar sem ástandið gæti orðið lífshættulegt. „Þessi stormur ógnar lífi okkar og verður gífurlega hættulegur. Afleiðingar hans á samfélög á svæðinu gætu orðið gríðarlegar. Þess vegna þurfa fjölskyldur að vera vel undirbúnar,“ sagði Rick Scott ríkisstjóri á blaðamannafundi og bætti við: „Þið verðið öll að undirbúa ykkur. Ekki taka neina áhættu. Sjávarborð mun hækka, það verður hvasst, það gætu orðið flóð og það eru miklar líkur á því að hvirfilbyljir myndist.“ Íbúar Flórída hafa margir hverjir einbeitt sér að kosningum undanfarna daga. Kosið er um annað sæti ríkisins í öldungadeild þingsins og um ríkisstjóra þess þann 6. nóvember næstkomandi svo fátt eitt sé nefnt. Vegna stormsins hafa frambjóðendur flestir aflýst fyrirhuguðum kosningafundum sínum. Útlit er fyrir að afar mjótt verði á munum í kosningunum. Í nýjustu könnunum mældist munurinn á frambjóðendum Demókrata og Repúblikana í báðum kosningum einungis eitt prósent. Búist er við því að Michael haldi áfram yfir Georgíu og Suður-Karólínu sem hitabeltisstormur áður en hann heldur svo í norðaustur. Skammt stórra högga á milli Starfsmenn FEMA, almannavarna Bandaríkjanna, standa í ströngu þessa dagana. Stutt er frá því að fellibylurinn Florence reið yfir Bandaríkin og olli miklu tjóni. Í fyrra gengu svo Harvey, Irma, Maria og Nate á land í Bandaríkjunum með stuttu millibili. The New York Times fjallaði um það í gær að FEMA hefði styrkt ríki, svæði og sveitarfélög um alls 81 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega tíu billjóna króna, frá árinu 1992. Fjármagnið fór í 683.035 mismunandi verkefni. Allt frá því að fjarlægja brak og til þess að reisa opinberar byggingar á nýjan leik eftir að þær höfðu hrunið í ofviðri. Ekki hafi hins vegar verið tekið nægilegt tillit til loftslagsbreytinga við þau uppbyggingarverkefni sem fjármunirnir fóru í. Því hafi hinar nýju byggingar verið alveg jafnviðkvæmar fyrir næsta stormi og þær sem hrundu í þeim fyrri, að því er blaðið hélt fram. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kúba Veður Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og fellibylsviðvaranir verið gefnar í 26 sýslum á hinu svokallaða pönnuskafti (e. Panhandle) Flórída í Bandaríkjunum, það er landræmunni sem gengur vestur frá Flórídaskaganum og að borginni Pensacola. Sömuleiðis hafa verið gefnar út viðvaranir við hitabeltisstormi í nærliggjandi sýslum og suður að Tampa. Ástæðan er fellibylurinn Michael, sem gekk yfir Kúbu í gær sem hitabeltisstormur. Samkvæmt frétt CNN var allt að 304 millimetra úrkoma á vesturhluta Kúbu í gær. Samkvæmt spám bæði einkareknu veðurstofunnar The Weather Channel og fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna (NHC) er útlit fyrir að Michael gangi á land í Flórída sem annars stigs fellibylur á morgun. Vindhraði verði á milli 33 og 49 metrar á sekúndu og úrkoma mikil. Strax í gær voru eyjarskeggjar á Keys-eyjum, rétt suður af Flórídaskaga, farnir að finna vel fyrir votviðrinu. Búist er við um 100 millimetra úrkomu þar í dag. Búist er við því að yfirborð sjávar komi til með að hækka mikið allt frá Pensacola og að Tampa vegna stormsins. Hafa íbúar því verið beðnir um að vera á varðbergi þar sem ástandið gæti orðið lífshættulegt. „Þessi stormur ógnar lífi okkar og verður gífurlega hættulegur. Afleiðingar hans á samfélög á svæðinu gætu orðið gríðarlegar. Þess vegna þurfa fjölskyldur að vera vel undirbúnar,“ sagði Rick Scott ríkisstjóri á blaðamannafundi og bætti við: „Þið verðið öll að undirbúa ykkur. Ekki taka neina áhættu. Sjávarborð mun hækka, það verður hvasst, það gætu orðið flóð og það eru miklar líkur á því að hvirfilbyljir myndist.“ Íbúar Flórída hafa margir hverjir einbeitt sér að kosningum undanfarna daga. Kosið er um annað sæti ríkisins í öldungadeild þingsins og um ríkisstjóra þess þann 6. nóvember næstkomandi svo fátt eitt sé nefnt. Vegna stormsins hafa frambjóðendur flestir aflýst fyrirhuguðum kosningafundum sínum. Útlit er fyrir að afar mjótt verði á munum í kosningunum. Í nýjustu könnunum mældist munurinn á frambjóðendum Demókrata og Repúblikana í báðum kosningum einungis eitt prósent. Búist er við því að Michael haldi áfram yfir Georgíu og Suður-Karólínu sem hitabeltisstormur áður en hann heldur svo í norðaustur. Skammt stórra högga á milli Starfsmenn FEMA, almannavarna Bandaríkjanna, standa í ströngu þessa dagana. Stutt er frá því að fellibylurinn Florence reið yfir Bandaríkin og olli miklu tjóni. Í fyrra gengu svo Harvey, Irma, Maria og Nate á land í Bandaríkjunum með stuttu millibili. The New York Times fjallaði um það í gær að FEMA hefði styrkt ríki, svæði og sveitarfélög um alls 81 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega tíu billjóna króna, frá árinu 1992. Fjármagnið fór í 683.035 mismunandi verkefni. Allt frá því að fjarlægja brak og til þess að reisa opinberar byggingar á nýjan leik eftir að þær höfðu hrunið í ofviðri. Ekki hafi hins vegar verið tekið nægilegt tillit til loftslagsbreytinga við þau uppbyggingarverkefni sem fjármunirnir fóru í. Því hafi hinar nýju byggingar verið alveg jafnviðkvæmar fyrir næsta stormi og þær sem hrundu í þeim fyrri, að því er blaðið hélt fram.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kúba Veður Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira