Fótbolti

Mónakó búið að setja sig í samband við Henry

Anton Ingi Leifsson skrifar
Er Henry að færa sig til heimalandsins?
Er Henry að færa sig til heimalandsins? vísir/getty
Franska félagið Mónakó hefur sett sig í samband við umboðsmenn Thierry Henry um að fá hann til þess að taka við franska stórveldinu. Sky Sports hefur heimildir fyrir þessu.

Leonardo Jardim er í ansi heitum stjórastól Mónakó eftir einungis einn sigur í fyrstu níu leikjum tímabilsins og forráðamenn Mónakó horfa nú hýrum augum til Henry.

Hann spilaði með liðinu á sínum tíma en lengi vel var Claudio Ranieri, sem gerði Leicester að Englandsmeisturum, efstur hjá veðbönkum. Ranieri er sagður vilja taka aftur við Mónakó en hann stýrði liðin 2012-2014.

Nú hefur nafn Henry heyrst æ oftar í umræðunni. Hann ku þó ekki vera sá eini sem forráðamenn Lyon hafa sett sig í samband við en hann er ofarlega á lista.

Henry var einnig í vikunni orðaður við stjórastjólinn á Villa Park en Steve Bruce var rekinn sem þjálfari Aston Villa í síðustu viku. Birkir Bjarnason leikur með Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×