Bíllinn og dúkkan úr Adam&Evu-innbrotinu fundin Birgir Olgeirsson skrifar 21. september 2018 17:15 Kynlífsdúkka sem var skilin eftir í innbrotinu í Adam og Evu í morgun. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann bílinn, sem notaður var til að brjótast inn í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu við Kleppsveg í Reykjavík snemma í morgun, í bílastæði við Glæsibæ upp úr klukkan þrjú í dag. Innbrotsþjófarnir tveir bökkuðu bílnum ítrekað á inngang verslunarinnar, fóru inn og stálu þar kynlífsdúkku úr versluninni auk annars varning og óku á brott. Átti þetta sér stað um klukkan hálf sex í morgun. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að kynlífsdúkkan hefði verið í bílnum þegar hann fannst við Glæsibæ fyrr í dag. Hann segir innbrotsþjófana ófundna og ekki sé vitað hvort um sé að ræða tvær konur eða konu og mann. Hann segir lögregluna í raun engu vísari um hverjir voru að verki. Kynferði þjófanna liggur ekki fyrirÍ frétt Vísis í morgun, þar sem sagði af þessu harkalega innbroti, var staðhæft að um tvær stúlkur væri að ræða. Það byggði á því að ekki verður betur séð; þá er einstaklingur sem augljóslega virðist vera stúlka, kom í ofboði út úr búðinni og dröslaði með sér silikon-dúkkunni, henti henni í götuna meðan hún reyndi að opna stórskemmdan bílinn til að koma dúkkunni þar inn.Þegar betur er rýnt í myndbandið, sem hefur vakið gríðarlega athygli, gæti hinn aðilinn hæglega verið drengur en sá eða sú hylur andlit sitt íklædd hettupeysu. Eru vangaveltur uppi um þetta víða á internetinu, meðal annars í athugasemdakerfi undir frumfrétt af málinu. En, sem fyrr sagði er ekki vitað hverjir voru að verki. Bíllinn, sem er af gerðinni Hyundai i10, var á stolnum númerum að sögn Jóhanns. Hann segir lögreglu eiga eftir að kanna hvort eftirlitsmyndavélar séu á svæðinu þar sem bíllinn var skilinn eftir við Glæsibæ og hvort þjófarnir séu á því myndefni. Samkvæmt upplýsingum frá eiganda verslunarinnar er það sem ræningjarnir höfðu á brott með sér sílikon-kynlífsdúkka sem kostar 350 þúsund krónur, nokkrir titrarar og sleipiefni. Jóhann Karl gat aðeins staðfest að svo stöddu að kynlífsdúkkan væri fundin, en óvíst sé um annað þýfi. Tengdar fréttir Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Hroðalegar aðfarir við innbrot í Adam og Evu. 21. september 2018 09:51 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann bílinn, sem notaður var til að brjótast inn í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu við Kleppsveg í Reykjavík snemma í morgun, í bílastæði við Glæsibæ upp úr klukkan þrjú í dag. Innbrotsþjófarnir tveir bökkuðu bílnum ítrekað á inngang verslunarinnar, fóru inn og stálu þar kynlífsdúkku úr versluninni auk annars varning og óku á brott. Átti þetta sér stað um klukkan hálf sex í morgun. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að kynlífsdúkkan hefði verið í bílnum þegar hann fannst við Glæsibæ fyrr í dag. Hann segir innbrotsþjófana ófundna og ekki sé vitað hvort um sé að ræða tvær konur eða konu og mann. Hann segir lögregluna í raun engu vísari um hverjir voru að verki. Kynferði þjófanna liggur ekki fyrirÍ frétt Vísis í morgun, þar sem sagði af þessu harkalega innbroti, var staðhæft að um tvær stúlkur væri að ræða. Það byggði á því að ekki verður betur séð; þá er einstaklingur sem augljóslega virðist vera stúlka, kom í ofboði út úr búðinni og dröslaði með sér silikon-dúkkunni, henti henni í götuna meðan hún reyndi að opna stórskemmdan bílinn til að koma dúkkunni þar inn.Þegar betur er rýnt í myndbandið, sem hefur vakið gríðarlega athygli, gæti hinn aðilinn hæglega verið drengur en sá eða sú hylur andlit sitt íklædd hettupeysu. Eru vangaveltur uppi um þetta víða á internetinu, meðal annars í athugasemdakerfi undir frumfrétt af málinu. En, sem fyrr sagði er ekki vitað hverjir voru að verki. Bíllinn, sem er af gerðinni Hyundai i10, var á stolnum númerum að sögn Jóhanns. Hann segir lögreglu eiga eftir að kanna hvort eftirlitsmyndavélar séu á svæðinu þar sem bíllinn var skilinn eftir við Glæsibæ og hvort þjófarnir séu á því myndefni. Samkvæmt upplýsingum frá eiganda verslunarinnar er það sem ræningjarnir höfðu á brott með sér sílikon-kynlífsdúkka sem kostar 350 þúsund krónur, nokkrir titrarar og sleipiefni. Jóhann Karl gat aðeins staðfest að svo stöddu að kynlífsdúkkan væri fundin, en óvíst sé um annað þýfi.
Tengdar fréttir Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Hroðalegar aðfarir við innbrot í Adam og Evu. 21. september 2018 09:51 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Sjá meira
Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Hroðalegar aðfarir við innbrot í Adam og Evu. 21. september 2018 09:51