IMMI-frumvörp á dagskrá eftir átta ára bið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. september 2018 07:00 Árið 2010 lagði Birgitta Jónsdóttir fram tillögu um sérstöðu Íslands á sviði tjáningarfrelsis. Tillagan var samþykkt en hefur velkst um í stjórnkerfinu síðan. Fréttablaðið/Stefán Sex frumvörp eru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem eiga uppruna sinn í svokallaðri IMMI-ályktun Alþingis frá árinu 2010. Frumvörpin eru unnin af nefnd forsætisráðherra um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Nefndin hefur meðal annars haft til skoðunar fyrirliggjandi frumvörp stýrihóps sem skipaður var í kjölfar fyrrnefndrar ályktunar Alþingis um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Ráðgert er að frumvörpin verði lögð fram í desember, nema frumvarp um bætur vegna ærumeiðinga sem sett er á dagskrá í mars en ákvæði þar að lútandi á að færa úr refsirétti í einkarétt og endurskoða með hliðsjón af dómaframkvæmd hér á landi og hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Einnig á að mæla fyrir nýjum lögum um vernd uppljóstrara sem skýra frá lögbrotum eða brotum á siðareglum sem þeir verða áskynja um í starfi; gera breytingar á þagnarskylduákvæðum opinberra starfsmanna í stjórnsýslulögum og annarri löggjöf, auka skýrleika í ákvæði hegningarlaga um hatursáróður, auk breytinga sem tryggja eiga heimildarmönnum og hýsingaraðilum aukna vernd. Fjórir ráðherrar munu mæla fyrir málunum, forsætisráðherra, dómsmálaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og nýsköpunarráðherra. Fleiri þingmál eru boðuð af ríkisstjórninni á sviði tjáningar- og upplýsingafrelsis. Má þar nefna bæði nýkynnt áform menntamálaráðherra um aukinn stuðning við einkarekna fjölmiðla og frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hvað er IMMI? Undirritaður, sem starfar sem framkvæmdastjóri IMMI, tjáði sig á dögunum um að óeðlilegt væri að ritstjóri dagblaðs hvetti undirmenn sína til að bæta nafni sínu við undirskriftarsöfnun til stuðnings forsetaframboðs viðkomandi. 20. maí 2016 13:31 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Sex frumvörp eru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem eiga uppruna sinn í svokallaðri IMMI-ályktun Alþingis frá árinu 2010. Frumvörpin eru unnin af nefnd forsætisráðherra um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Nefndin hefur meðal annars haft til skoðunar fyrirliggjandi frumvörp stýrihóps sem skipaður var í kjölfar fyrrnefndrar ályktunar Alþingis um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Ráðgert er að frumvörpin verði lögð fram í desember, nema frumvarp um bætur vegna ærumeiðinga sem sett er á dagskrá í mars en ákvæði þar að lútandi á að færa úr refsirétti í einkarétt og endurskoða með hliðsjón af dómaframkvæmd hér á landi og hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Einnig á að mæla fyrir nýjum lögum um vernd uppljóstrara sem skýra frá lögbrotum eða brotum á siðareglum sem þeir verða áskynja um í starfi; gera breytingar á þagnarskylduákvæðum opinberra starfsmanna í stjórnsýslulögum og annarri löggjöf, auka skýrleika í ákvæði hegningarlaga um hatursáróður, auk breytinga sem tryggja eiga heimildarmönnum og hýsingaraðilum aukna vernd. Fjórir ráðherrar munu mæla fyrir málunum, forsætisráðherra, dómsmálaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og nýsköpunarráðherra. Fleiri þingmál eru boðuð af ríkisstjórninni á sviði tjáningar- og upplýsingafrelsis. Má þar nefna bæði nýkynnt áform menntamálaráðherra um aukinn stuðning við einkarekna fjölmiðla og frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hvað er IMMI? Undirritaður, sem starfar sem framkvæmdastjóri IMMI, tjáði sig á dögunum um að óeðlilegt væri að ritstjóri dagblaðs hvetti undirmenn sína til að bæta nafni sínu við undirskriftarsöfnun til stuðnings forsetaframboðs viðkomandi. 20. maí 2016 13:31 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Hvað er IMMI? Undirritaður, sem starfar sem framkvæmdastjóri IMMI, tjáði sig á dögunum um að óeðlilegt væri að ritstjóri dagblaðs hvetti undirmenn sína til að bæta nafni sínu við undirskriftarsöfnun til stuðnings forsetaframboðs viðkomandi. 20. maí 2016 13:31