Tveir tímar kostuðu nema hátt í milljón Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. september 2018 06:00 Umræddur nemandi taldi að hann hefði fengið loforð um prufutíma. Vísir/Vilhelm Tveir meintir prufutímar reyndust nemanda Ferðamálaskóla Íslands dýrir. Skólastjórinn segir ekki hægt að prufa og alla gera sér grein fyrir hvað felist í umsókn. Nemandi við Ferðamálaskóla Íslands hefur verið dæmdur til að greiða skólanum full skólagjöld, 440 þúsund krónur, að frádregnu 50 þúsund króna skrásetningargjaldi, vegna leiðsögunáms. Umræddur nemandi taldi að hann hefði fengið loforð um prufutíma og hætti námi eftir tvær kennslustundir. Málskostnaður nam 372 þúsund krónum. Tímarnir tveir kostuðu því rúm 800 þúsund. Þetta er þriðja málið tengt skólagjöldum við skólann sem ratar fyrir dómstóla en í öllum tilfellum hefur verið fallist á kröfur skólans. Í þessu máli taldi nemandinn að munnlegur samningur hefði komist á um að hann fengi að sitja prufutíma. Þá taldi hann einnig að ekkert í umsóknarskjali skólans bæri það með sér að hann hefði skuldbundið sig til að greiða gjaldið. Í niðurstöðu dómsins var báðum málsástæðum hafnað en sagt að sú staðreynd að þrjú dómsmál hefðu farið fyrir dóm vegna skólagjalda ætti að vera „nægileg hvatning fyrir [skólann] til að íhuga hvort ekki megi bæta form umsóknar“. „Fólk gerir sér alveg grein fyrir því þegar það sækir um að það þurfi að greiða fyrir námsvistina. Í þessu máli er þetta svolítið eins og ef þú ferð á veitingastað, borðar forrétt, hluta af aðalréttinum og segist svo ekki ætla að borga,“ segir Friðjón Sæmundsson, skólastjóri Ferðamálaskólans. Dæmi eru um að fólk sem lokið hefur leiðsögunámi við skólann hafi sótt um aðild að Leiðsögn, stéttarfélagi leiðsögumanna, og verið hafnað. Ástæðan sé sú að skólinn kennir ekki samkvæmt námskrá menntamálaráðuneytisins. Í nýlegri skýrslu frá starfshópi á vegum félagsins segir að „útskrifaðir nemendur skólans uppfylli prýðilega skilgreiningu á starfi fararstjóra“ en teljist ekki leiðsögumenn. „Stjórnendur félagsins hafa hatast út í þetta nám og skólann og eru sjálfum sér til stórfelldrar skammar. Leiðsögn er í raun stéttarfélag og það geta allir sem vilja verið í því stéttarfélagi,“ segir Friðjón. Indriði H. Þorláksson, formaður Leiðsagnar, vildi ekki ræða málefni skólans þegar falast var eftir því. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sækja þarf vinnuafl að utan Íslenskt vinnuafl hrekkur ekki til að manna öll þau störf sem skapast með fyrirsjáanlegri fjölgun ferðamanna. Störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 58,7% milli 2008 og 2014. Fjölga þarf sérmenntuðu fólki í greininni. 30. mars 2015 07:00 Skortur á leiðsögumönnum Skólastjóri Ferðamálaskóla Íslands vill að ríkið veiti auknum fjármunum í ferðaþjónustuna. Mikill skortur er orðinn á leiðsögumönnum hér á landi sem búa yfir ákveðinni tungumálakunnáttu. 4. ágúst 2006 19:30 Verða að fylgja námskránni Félag leiðsögumanna vill upplýsa að útskrifaðir nemendur úr Ferðamálaskóla Íslands geta ekki fengið fulla aðild að félaginu. 23. ágúst 2013 07:00 Leiðsöguskóli sagður afvegaleiða nemana „Það er ranglega farið með á hvaða menntunarstigi þetta nám er,“ segir Kristín Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands. Hún gagnrýnir Menntaskólann í Kópavogi fyrir að kynna Leiðsöguskóla MK sem nám á háskólastigi. 5. júní 2010 05:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Tveir meintir prufutímar reyndust nemanda Ferðamálaskóla Íslands dýrir. Skólastjórinn segir ekki hægt að prufa og alla gera sér grein fyrir hvað felist í umsókn. Nemandi við Ferðamálaskóla Íslands hefur verið dæmdur til að greiða skólanum full skólagjöld, 440 þúsund krónur, að frádregnu 50 þúsund króna skrásetningargjaldi, vegna leiðsögunáms. Umræddur nemandi taldi að hann hefði fengið loforð um prufutíma og hætti námi eftir tvær kennslustundir. Málskostnaður nam 372 þúsund krónum. Tímarnir tveir kostuðu því rúm 800 þúsund. Þetta er þriðja málið tengt skólagjöldum við skólann sem ratar fyrir dómstóla en í öllum tilfellum hefur verið fallist á kröfur skólans. Í þessu máli taldi nemandinn að munnlegur samningur hefði komist á um að hann fengi að sitja prufutíma. Þá taldi hann einnig að ekkert í umsóknarskjali skólans bæri það með sér að hann hefði skuldbundið sig til að greiða gjaldið. Í niðurstöðu dómsins var báðum málsástæðum hafnað en sagt að sú staðreynd að þrjú dómsmál hefðu farið fyrir dóm vegna skólagjalda ætti að vera „nægileg hvatning fyrir [skólann] til að íhuga hvort ekki megi bæta form umsóknar“. „Fólk gerir sér alveg grein fyrir því þegar það sækir um að það þurfi að greiða fyrir námsvistina. Í þessu máli er þetta svolítið eins og ef þú ferð á veitingastað, borðar forrétt, hluta af aðalréttinum og segist svo ekki ætla að borga,“ segir Friðjón Sæmundsson, skólastjóri Ferðamálaskólans. Dæmi eru um að fólk sem lokið hefur leiðsögunámi við skólann hafi sótt um aðild að Leiðsögn, stéttarfélagi leiðsögumanna, og verið hafnað. Ástæðan sé sú að skólinn kennir ekki samkvæmt námskrá menntamálaráðuneytisins. Í nýlegri skýrslu frá starfshópi á vegum félagsins segir að „útskrifaðir nemendur skólans uppfylli prýðilega skilgreiningu á starfi fararstjóra“ en teljist ekki leiðsögumenn. „Stjórnendur félagsins hafa hatast út í þetta nám og skólann og eru sjálfum sér til stórfelldrar skammar. Leiðsögn er í raun stéttarfélag og það geta allir sem vilja verið í því stéttarfélagi,“ segir Friðjón. Indriði H. Þorláksson, formaður Leiðsagnar, vildi ekki ræða málefni skólans þegar falast var eftir því.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sækja þarf vinnuafl að utan Íslenskt vinnuafl hrekkur ekki til að manna öll þau störf sem skapast með fyrirsjáanlegri fjölgun ferðamanna. Störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 58,7% milli 2008 og 2014. Fjölga þarf sérmenntuðu fólki í greininni. 30. mars 2015 07:00 Skortur á leiðsögumönnum Skólastjóri Ferðamálaskóla Íslands vill að ríkið veiti auknum fjármunum í ferðaþjónustuna. Mikill skortur er orðinn á leiðsögumönnum hér á landi sem búa yfir ákveðinni tungumálakunnáttu. 4. ágúst 2006 19:30 Verða að fylgja námskránni Félag leiðsögumanna vill upplýsa að útskrifaðir nemendur úr Ferðamálaskóla Íslands geta ekki fengið fulla aðild að félaginu. 23. ágúst 2013 07:00 Leiðsöguskóli sagður afvegaleiða nemana „Það er ranglega farið með á hvaða menntunarstigi þetta nám er,“ segir Kristín Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands. Hún gagnrýnir Menntaskólann í Kópavogi fyrir að kynna Leiðsöguskóla MK sem nám á háskólastigi. 5. júní 2010 05:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Sækja þarf vinnuafl að utan Íslenskt vinnuafl hrekkur ekki til að manna öll þau störf sem skapast með fyrirsjáanlegri fjölgun ferðamanna. Störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 58,7% milli 2008 og 2014. Fjölga þarf sérmenntuðu fólki í greininni. 30. mars 2015 07:00
Skortur á leiðsögumönnum Skólastjóri Ferðamálaskóla Íslands vill að ríkið veiti auknum fjármunum í ferðaþjónustuna. Mikill skortur er orðinn á leiðsögumönnum hér á landi sem búa yfir ákveðinni tungumálakunnáttu. 4. ágúst 2006 19:30
Verða að fylgja námskránni Félag leiðsögumanna vill upplýsa að útskrifaðir nemendur úr Ferðamálaskóla Íslands geta ekki fengið fulla aðild að félaginu. 23. ágúst 2013 07:00
Leiðsöguskóli sagður afvegaleiða nemana „Það er ranglega farið með á hvaða menntunarstigi þetta nám er,“ segir Kristín Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands. Hún gagnrýnir Menntaskólann í Kópavogi fyrir að kynna Leiðsöguskóla MK sem nám á háskólastigi. 5. júní 2010 05:00