Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2018 14:03 Valur Lýðsson í dómsal ásamt verjanda sínum. Vísir/Vilhelm Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 en Valur var sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða hans. Fjórum börnum Ragnars heitins voru dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Þá fá tvö barna Ragnars útfararkostnað greiddan. Kolbrún Benediktsdóttir, sem flutti málið af hálfu héraðssaksóknara, fór fram á sextán ára fangelsi yfir Vali við aðalmeðferð málsins í lok ágúst. Valur var ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns á Gýgjarhóli II í Biskupstungum. Hann var sakaður um að hafa ráðist að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni um að blóðblettir og áverkar bentu til þess að Ragnari hafi verið veitt högg þar sem hann lá á gólfi þvottahússins á Gýgjarhóli þar sem hann var gestkomandi. Blóð úr Ragnari fannst á sokkum Vals.Sátu að sumbli Umrætt kvöld höfðu bræður Vals, þeir Ragnar og Örn, komið í heimsókn en 31. mars var föstudagurinn langi. Valur lýsti því að Ragnar hefði mætt með tvær flöskur af sterku áfengi. Valur sagðist sjálfur ekki hafa drukkið áfengi í þrjá mánuði sökum þess að hann ætti það til að drekka of mikið sem leiddi til minnisleysis. Þá ætti hann það til að verða ofbeldisfullur undir áhrifum. Í tilefni dagisns hefði hann fengið sér neðan í því með bræðrunum. Örn hafi farið fyrstur að sofa en þeir setið áfram að sumbli. Samtalið hefði snúið að framtíðaráformum Ragnars með bæinn. Ragnar hefði ekki verið spenntur fyrir hugmyndum Vals um að færa bæjarstæðið og koma þar upp kaldavatnsveitu. Ragnar hefði brugðist illa við því.Alls ekki illt á milli bræðranna Valur sagðist þó ekki muna eftir neinum átökum við bróður sinn. Hans síðasta minning frá því um nóttina væri andlit Ragnars bróður síns. Hann hefði svo rankað við sér morguninn eftir og komið að líki bróður síns í þvottahúsinu. Hann gerði Neyðarlínu viðvart, sagðist ætla að hann væri morðingi og var í kjölfarið handtekinn á vettvangi. Valur sagði ekki illt hafa verið á milli þeirra bræðranna og hafði engar skýringar á því hvernig dauða Ragnars hefði borið að. Geðlæknir mat Val sakhæfan og sagði að í viðtalstímum hefði greinilega komið fram mikil eftirsjá. Hann bæri þó fyrir sig minnisleysi.Uppfært klukka 14:45 Í fyrri útgáfu fréttarinnar gætti ónákvæmni sem snýr að upphæð skaðabóta til barna Ragnars. Það hefur nú verið uppfært. Þá má kynna sér dóminn á heimasíðu dómstólsins. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 en Valur var sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða hans. Fjórum börnum Ragnars heitins voru dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Þá fá tvö barna Ragnars útfararkostnað greiddan. Kolbrún Benediktsdóttir, sem flutti málið af hálfu héraðssaksóknara, fór fram á sextán ára fangelsi yfir Vali við aðalmeðferð málsins í lok ágúst. Valur var ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns á Gýgjarhóli II í Biskupstungum. Hann var sakaður um að hafa ráðist að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni um að blóðblettir og áverkar bentu til þess að Ragnari hafi verið veitt högg þar sem hann lá á gólfi þvottahússins á Gýgjarhóli þar sem hann var gestkomandi. Blóð úr Ragnari fannst á sokkum Vals.Sátu að sumbli Umrætt kvöld höfðu bræður Vals, þeir Ragnar og Örn, komið í heimsókn en 31. mars var föstudagurinn langi. Valur lýsti því að Ragnar hefði mætt með tvær flöskur af sterku áfengi. Valur sagðist sjálfur ekki hafa drukkið áfengi í þrjá mánuði sökum þess að hann ætti það til að drekka of mikið sem leiddi til minnisleysis. Þá ætti hann það til að verða ofbeldisfullur undir áhrifum. Í tilefni dagisns hefði hann fengið sér neðan í því með bræðrunum. Örn hafi farið fyrstur að sofa en þeir setið áfram að sumbli. Samtalið hefði snúið að framtíðaráformum Ragnars með bæinn. Ragnar hefði ekki verið spenntur fyrir hugmyndum Vals um að færa bæjarstæðið og koma þar upp kaldavatnsveitu. Ragnar hefði brugðist illa við því.Alls ekki illt á milli bræðranna Valur sagðist þó ekki muna eftir neinum átökum við bróður sinn. Hans síðasta minning frá því um nóttina væri andlit Ragnars bróður síns. Hann hefði svo rankað við sér morguninn eftir og komið að líki bróður síns í þvottahúsinu. Hann gerði Neyðarlínu viðvart, sagðist ætla að hann væri morðingi og var í kjölfarið handtekinn á vettvangi. Valur sagði ekki illt hafa verið á milli þeirra bræðranna og hafði engar skýringar á því hvernig dauða Ragnars hefði borið að. Geðlæknir mat Val sakhæfan og sagði að í viðtalstímum hefði greinilega komið fram mikil eftirsjá. Hann bæri þó fyrir sig minnisleysi.Uppfært klukka 14:45 Í fyrri útgáfu fréttarinnar gætti ónákvæmni sem snýr að upphæð skaðabóta til barna Ragnars. Það hefur nú verið uppfært. Þá má kynna sér dóminn á heimasíðu dómstólsins.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28
Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15