Lífið

Íslandsvinurinn Richard Ashcroft lætur internettröllin heyra það

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Richard Ashcroft var með eitthvað rusl í vasanum í sjónvarpinu.
Richard Ashcroft var með eitthvað rusl í vasanum í sjónvarpinu. Fréttablaðið

Rokkarinn og Íslandsvinurinn Richard Ashcroft úr The Verve fór mikinn á myndbandi (sem nú er búið að eyða) á Instagram-reikningi sínum þar sem hann húðskammaði internettröll. Tilefnið var myndband nokkurt sem fór á flug á Twitter um helgina þar sem hann var gestur í knattspyrnuþættinum Soccer AM.

Í myndbandinu virðist sem lítill poki detti úr buxum Ashcrofts og snýr „tröllið“ sem birtir myndbandið á Twitter þar hluta úr texta The Verve við lagið The Drugs Don’t Work og skrifar við myndbandið: „Guess the drugs still don’t work?“ eða „Greinilega virka eiturlyfin ekki enn?“ og gefur þar með í skyn að um eiturlyf hafi verið að ræða.

Á Instagram segir Richard Ashcroft reiður að þetta hafi verið eitthvert rusl en ekki kókaín: „Hérna koma smá skilaboð til þessara internettrölla sem eru að reyna að verða fræg með því að níðast á mér – og einnig til siðferðispredikaranna. Númer eitt: Ég og kókaín höfum ekki átt í neinu sambandi í tugi ára. Númer tvö: Aldrei giska á hvað það er sem dettur úr vasa mínum.“

Eftir það benti hann á að faðir hans hefði ekki verið hrifinn af því að fólk henti rusli út í náttúruna og að hann sjálfur væri heldur ekki mikill aðdáandi þess. Í lokin segir hann að hann hafi verið kallaður „Colombo“ í The Verve.


Tengdar fréttir

The Verve koma saman á ný

Breska hljómsveitin The Verve hyggst koma aftur saman eftir beiskan aðskilnað fyrir átta árum. Þetta tilkynnir söngvari hljómsveitarinnar, Richard Ashcroft, í yfirlýsingu á heimasíðu sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.