Tónlist

The Verve koma saman á ný

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Richard Ashcroft, söngvari sveitarinnar
Richard Ashcroft, söngvari sveitarinnar NordicPhotos/GettyImages
Breska hljómsveitin The Verve hyggst koma aftur saman eftir beiskan aðskilnað fyrir átta árum. Þetta tilkynnir söngvari hljómsveitarinnar, Richard Ashcroft, í yfirlýsingu á heimasíðu sinni.

„The Verve - Richard Ashcroft, Nick McCabe, Simon Jones og Pete Salisbury hittust í upptökuveri í London í síðustu viku," segir í yfirlýsingunni. Hljómsveitin sem er þekkt fyrir lög á borð við „Bitter Sweet Symphony" og „The Drugs Don´t Work" mun koma aftur saman í lok sumars og klára að taka upp nýja breiðskífu.

Hljómsveitin hefur þegar skipuleggt sex tónleika í Glasgow, Blackpool og London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×