Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2018 18:14 Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp um nýtt fyrirkomulag veiðigjalda á blaðamannafundi í dag. Að sögn ráðherra er með frumvarpinu leitast við að bæta úr annmörkum núverandi kerfis. Hann segir að hvorki hafi verið horft til lækkunar né hækkunar við vinnslu frumvarpsins. „Við höfum ekki verið að horfa til þess með beinum hætti. Við að sjálfsögðu reynum að meta áhrifin af þessu en meginatriðið hefur verið það að gera gjaldið sanngjarnara gagnvart þeirri sveiflu sem að oftast kemur fram í svokölluðum reiknuðum gengismun,“ segir Kristján Þór. Þannig verða útreikningar á gjaldstofni færðir nær í tíma og mun byggja á árs gömlum gögnum en ekki tæplega tveggja ára líkt og nú er. Þá verður veiðigjald eingöngu lagt á veiðar og mun þannig ekki leggjast á hagnað af fiskvinnslu auk þess sem tillit verður tekið til fjárfestinga. „Við höfum skilið vinnsluþáttinn frá og erum að reyna það vegna þess að það eru dæmi um fiskvinnslur sem hafa ekki útgerð. Útgerðin á að greiða þetta gjald og allt regluverkið miðast við það,“ útskýrir Kristján Þór. Aðspurður segir hann þetta ekki koma til með að hafa áhrif á hvað skili sér í ríkiskassann enda sé veiðigjaldið hugsað sem aðgangsgjald að auðlindinni og því sé eðlilegt að vinnslan sé undanskilin.Samþykkt af ríkisstjórn í morgun Með frumvarpinu er leitast við að draga úr flækjustigi, veiðigjaldanefnd verður lögð niður og ríkisskattstjóra falið að annast útreikning. Þá verða tegundir utan aflamarks, að frátöldum makríl, undanskildar veiðigjaldi. Þannig fækkar gjaldskildum tegundum og segir Kristján Þór það fela í sér annars vegar hvata til að sækja í ódýrari tegundir og hins vegar dragi það úr líkum á brottkasti þegar slíkar tegundir slæðast með í fengnum. Kristján Þór segir frumvarpið mjög frábrugðið frumvarpi atvinnuveganefndar sem tekist var harkalega á um við lok þingsins í vor. „Þetta er búið að fara í gegnum ríkisstjórn, þingflokkarnir eru búnir að samþykkja þetta, það er ágætis samstaða um málið, eðlilega skiptar skoðanir bara eins og gengur en ég hef engar áhyggjur af því að við náum saman um þá þætti sem kunna að koma upp í meðferð þingsins,“ segir Kristján Þór en bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa fengið kynningu á frumvarpinu. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp um nýtt fyrirkomulag veiðigjalda á blaðamannafundi í dag. Að sögn ráðherra er með frumvarpinu leitast við að bæta úr annmörkum núverandi kerfis. Hann segir að hvorki hafi verið horft til lækkunar né hækkunar við vinnslu frumvarpsins. „Við höfum ekki verið að horfa til þess með beinum hætti. Við að sjálfsögðu reynum að meta áhrifin af þessu en meginatriðið hefur verið það að gera gjaldið sanngjarnara gagnvart þeirri sveiflu sem að oftast kemur fram í svokölluðum reiknuðum gengismun,“ segir Kristján Þór. Þannig verða útreikningar á gjaldstofni færðir nær í tíma og mun byggja á árs gömlum gögnum en ekki tæplega tveggja ára líkt og nú er. Þá verður veiðigjald eingöngu lagt á veiðar og mun þannig ekki leggjast á hagnað af fiskvinnslu auk þess sem tillit verður tekið til fjárfestinga. „Við höfum skilið vinnsluþáttinn frá og erum að reyna það vegna þess að það eru dæmi um fiskvinnslur sem hafa ekki útgerð. Útgerðin á að greiða þetta gjald og allt regluverkið miðast við það,“ útskýrir Kristján Þór. Aðspurður segir hann þetta ekki koma til með að hafa áhrif á hvað skili sér í ríkiskassann enda sé veiðigjaldið hugsað sem aðgangsgjald að auðlindinni og því sé eðlilegt að vinnslan sé undanskilin.Samþykkt af ríkisstjórn í morgun Með frumvarpinu er leitast við að draga úr flækjustigi, veiðigjaldanefnd verður lögð niður og ríkisskattstjóra falið að annast útreikning. Þá verða tegundir utan aflamarks, að frátöldum makríl, undanskildar veiðigjaldi. Þannig fækkar gjaldskildum tegundum og segir Kristján Þór það fela í sér annars vegar hvata til að sækja í ódýrari tegundir og hins vegar dragi það úr líkum á brottkasti þegar slíkar tegundir slæðast með í fengnum. Kristján Þór segir frumvarpið mjög frábrugðið frumvarpi atvinnuveganefndar sem tekist var harkalega á um við lok þingsins í vor. „Þetta er búið að fara í gegnum ríkisstjórn, þingflokkarnir eru búnir að samþykkja þetta, það er ágætis samstaða um málið, eðlilega skiptar skoðanir bara eins og gengur en ég hef engar áhyggjur af því að við náum saman um þá þætti sem kunna að koma upp í meðferð þingsins,“ segir Kristján Þór en bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa fengið kynningu á frumvarpinu.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira