Var alltaf með augastað á Ástralíu Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. september 2018 08:00 Gunnhildur Yrsa hefur verið fastamaður í landsliðinu síðustu ár vísir/vilhelm Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eru á leiðinni í afar spennandi verkefni en þær eru búnar að samþykkja að ganga til liðs við Adelaide United í áströlsku kvennadeildinni á láni fyrir komandi tímabil. Tæpur mánuður er í að deildin hefjist í Ástralíu og lýkur deildarkeppninni í febrúar. Verða þær því báðar komnar aftur til liða sinna, Vals og Utah Royals, áður en tímabilin hefjast. Kemur þetta því í staðinn fyrir langt undirbúningstímabil, eitthvað sem þekkist í bandarísku NWSL deildinni sem Gunnhildur leikur í. Styðja liðin þar við bakið á leikmönnum sem kjósa að leika í Ástralíu yfir vetrartímann þegar bandaríska deildin er ekki í gangi. „Það eru fimm mánuðir á milli tímabila í Bandaríkjunum og ég var alltaf með það í hausnum að fara til Ástralíu eins og margar í deildinni kjósa að gera. Ég ræddi það við þjálfarann þegar ég skrifaði undir og hann studdi þá ákvörðun en ég vildi ekki taka neina ákvörðun fyrr en það væri allt komið á hreint hvort það væru leikir með landsliðinu á þessum tíma. Ég hefði ekki farið ef þetta hefði komið í veg fyrir landsliðsverkefni,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur fékk tilboð frá nokkrum liðum í Ástralíu. „Auðvitað er þetta að einhverju leyti ævintýraþrá og það hefði verið erfitt að segja nei við þessu tækifæri. Þetta er sterk deild og í staðinn fyrir undirbúningstímabil fæ ég að æfa og spila leiki í sterkri deild.“ Hún verður ekki eini Íslendingurinn í liðinu og það líst henni vel á. „Það er mikill kostur að hafa Fanndísi, við vorum saman í liði í Noregi en náðum aldrei leik saman því ég var meidd. Ég var mjög ánægð að heyra að hún væri tilbúin að stökkva á þetta tækifæri. Liðið vantaði framherja og ég stakk upp á Fanndísi og þeir vissu hver hún er og voru strax spenntir,“ segir Gunnhildur og heldur áfram: „Ég á ekki von á fleiri Íslendingum, það hefði verið flott að fá fleiri en það er búið að semja við fjóra erlenda leikmenn sem er hámarkið,“ segir hún létt í lund aðspurð hvort von sé á fleiri Íslendingum í liðið. Birtist í Fréttablaðinu NWSL Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Sjá meira
Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eru á leiðinni í afar spennandi verkefni en þær eru búnar að samþykkja að ganga til liðs við Adelaide United í áströlsku kvennadeildinni á láni fyrir komandi tímabil. Tæpur mánuður er í að deildin hefjist í Ástralíu og lýkur deildarkeppninni í febrúar. Verða þær því báðar komnar aftur til liða sinna, Vals og Utah Royals, áður en tímabilin hefjast. Kemur þetta því í staðinn fyrir langt undirbúningstímabil, eitthvað sem þekkist í bandarísku NWSL deildinni sem Gunnhildur leikur í. Styðja liðin þar við bakið á leikmönnum sem kjósa að leika í Ástralíu yfir vetrartímann þegar bandaríska deildin er ekki í gangi. „Það eru fimm mánuðir á milli tímabila í Bandaríkjunum og ég var alltaf með það í hausnum að fara til Ástralíu eins og margar í deildinni kjósa að gera. Ég ræddi það við þjálfarann þegar ég skrifaði undir og hann studdi þá ákvörðun en ég vildi ekki taka neina ákvörðun fyrr en það væri allt komið á hreint hvort það væru leikir með landsliðinu á þessum tíma. Ég hefði ekki farið ef þetta hefði komið í veg fyrir landsliðsverkefni,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur fékk tilboð frá nokkrum liðum í Ástralíu. „Auðvitað er þetta að einhverju leyti ævintýraþrá og það hefði verið erfitt að segja nei við þessu tækifæri. Þetta er sterk deild og í staðinn fyrir undirbúningstímabil fæ ég að æfa og spila leiki í sterkri deild.“ Hún verður ekki eini Íslendingurinn í liðinu og það líst henni vel á. „Það er mikill kostur að hafa Fanndísi, við vorum saman í liði í Noregi en náðum aldrei leik saman því ég var meidd. Ég var mjög ánægð að heyra að hún væri tilbúin að stökkva á þetta tækifæri. Liðið vantaði framherja og ég stakk upp á Fanndísi og þeir vissu hver hún er og voru strax spenntir,“ segir Gunnhildur og heldur áfram: „Ég á ekki von á fleiri Íslendingum, það hefði verið flott að fá fleiri en það er búið að semja við fjóra erlenda leikmenn sem er hámarkið,“ segir hún létt í lund aðspurð hvort von sé á fleiri Íslendingum í liðið.
Birtist í Fréttablaðinu NWSL Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki