Fyrirhuguð bygging hótels eigi sér rætur í vanþekkingu á sögu Sighvatur Arnmundsson skrifar 26. september 2018 08:00 Heiðursborgarar afhentu áskorun um að hætt yrði við fyrirhugaða hótelbyggingu í Víkurgarði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og þrír aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur skora á borgina og byggingaraðila að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði. Skipulagið og bygging hótelsins eigi sér rætur í mistökum í skipulagi. Borgarstjóri segist ætla að skoða áskorunina og leggja hana fram í borgarráði. „Það hlýtur að vera sameiginlegt einkenni heiðursborgara að þykja vænt um borgina og vilja henni allt gott. Ef eitthvað kemur upp á sem okkur líst ekki á, held ég að það sé gott að við getum bundist samtökum um að gera eitthvað. Það er sterkara en að standa einn,“ segir Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák og heiðursborgari Reykjavíkur. Friðrik hefur ásamt þremur öðrum heiðursborgurum, Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, Þorgerði Ingólfsdóttur, tónlistarkennara og kórstjóra, og myndlistarmanninum Erró, sent borginni og byggingaraðilum hótels á Landsímareit áskorun um að láta af áformum um að reisa hótel í Víkurgarði. Segir í áskoruninni að það sé óverjandi að hótel verði reist í einum elsta kirkjugarði landsins og helgistað í borginni. Ljóst sé að skipulag og bygging hótels á þessum stað eigi sér rætur í vanþekkingu á sögu Víkurgarðs og mistökum við gerð deiliskipulags. Hagnaðarvon og stundarhagsmunir ryðji burt virðingunni og helginni. Friðrik, Vigdís og Þorgerður áttu í gær fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs.„Ég veit ekki hversu miklu við fengum áorkað en við lifum í voninni að borgin sjái að sér. Það eru margir veikir blettir í þessu. Ég er með á hreinu að það hafa verið framdar margar lögleysur í þessu máli af hálfu borgaryfirvalda og fleiri sem að þessu koma,“ segir Friðrik. Dagur segir fundinn hafa verið góðan. „Ég skil áhyggjur af uppbyggingu á þessum lykilstað í hjarta borgarinnar. Við létum fara vel yfir þetta. Garðurinn var aflagður 1837. Það er með hliðsjón af því sem borgin hefur tekið ákvarðanir.“ Hann segir mikilvægt að hafa í huga að tekist hafi að tryggja endurgerð Nasa-salarins og gömlu húsanna sem snúa út að Ingólfstorgi. Uppbygging fari ekki inn í gamla kirkjugarðinn. „Við munum fara yfir áskorunina og leggja hana fram í borgarráði.“ Þórdís Lóa segist ánægð með að borgarar láti sig mál varða með þessum hætti. „Málið er komið langt. Það liggja fyrir byggingarheimildir og deiliskipulag þannig að við stoppum þetta ekki svo glatt.“ Þórdís Lóa segir að sitt sýnist hverjum um hvort verið sé að byggja í Víkurgarði. „Borgin metur það sem svo að ekki sé verið að byggja ofan á sjálfum garðinum heldur á bílastæði sem var fyrir framan Landssímahúsið.“ sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Segja ekki byggt í Víkurgarði og hótel fær grænt ljós Ósk Lindarvatns ehf. um breytt deiliskipulag á Landsímareit vegna hótelbyggingar þar var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær.<br/>Á sama tíma ræddi kirkjuþing um bókun þar sem skorað er á yfirvöld að koma í veg fyrir framkvæmdir sem raski gröfum í Víkurgarði. 16. nóvember 2017 06:00 Varðmenn Víkurgarðs segja mörk hans rangfærð í deiliskipulaginu Hópur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs boðaði í gær til fundar sem svo skoraði einróma á borgarstjórn Reykjavíkur að varðveita hinn forna kirkjugarð Víkurkirkju allan sem almenningsgarð, alveg að austustu mörkum garðsins. 22. nóvember 2017 07:00 Sóknarnefnd segir deiliskipulag Landsímareits ólöglegt Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 13. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og þrír aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur skora á borgina og byggingaraðila að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði. Skipulagið og bygging hótelsins eigi sér rætur í mistökum í skipulagi. Borgarstjóri segist ætla að skoða áskorunina og leggja hana fram í borgarráði. „Það hlýtur að vera sameiginlegt einkenni heiðursborgara að þykja vænt um borgina og vilja henni allt gott. Ef eitthvað kemur upp á sem okkur líst ekki á, held ég að það sé gott að við getum bundist samtökum um að gera eitthvað. Það er sterkara en að standa einn,“ segir Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák og heiðursborgari Reykjavíkur. Friðrik hefur ásamt þremur öðrum heiðursborgurum, Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, Þorgerði Ingólfsdóttur, tónlistarkennara og kórstjóra, og myndlistarmanninum Erró, sent borginni og byggingaraðilum hótels á Landsímareit áskorun um að láta af áformum um að reisa hótel í Víkurgarði. Segir í áskoruninni að það sé óverjandi að hótel verði reist í einum elsta kirkjugarði landsins og helgistað í borginni. Ljóst sé að skipulag og bygging hótels á þessum stað eigi sér rætur í vanþekkingu á sögu Víkurgarðs og mistökum við gerð deiliskipulags. Hagnaðarvon og stundarhagsmunir ryðji burt virðingunni og helginni. Friðrik, Vigdís og Þorgerður áttu í gær fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs.„Ég veit ekki hversu miklu við fengum áorkað en við lifum í voninni að borgin sjái að sér. Það eru margir veikir blettir í þessu. Ég er með á hreinu að það hafa verið framdar margar lögleysur í þessu máli af hálfu borgaryfirvalda og fleiri sem að þessu koma,“ segir Friðrik. Dagur segir fundinn hafa verið góðan. „Ég skil áhyggjur af uppbyggingu á þessum lykilstað í hjarta borgarinnar. Við létum fara vel yfir þetta. Garðurinn var aflagður 1837. Það er með hliðsjón af því sem borgin hefur tekið ákvarðanir.“ Hann segir mikilvægt að hafa í huga að tekist hafi að tryggja endurgerð Nasa-salarins og gömlu húsanna sem snúa út að Ingólfstorgi. Uppbygging fari ekki inn í gamla kirkjugarðinn. „Við munum fara yfir áskorunina og leggja hana fram í borgarráði.“ Þórdís Lóa segist ánægð með að borgarar láti sig mál varða með þessum hætti. „Málið er komið langt. Það liggja fyrir byggingarheimildir og deiliskipulag þannig að við stoppum þetta ekki svo glatt.“ Þórdís Lóa segir að sitt sýnist hverjum um hvort verið sé að byggja í Víkurgarði. „Borgin metur það sem svo að ekki sé verið að byggja ofan á sjálfum garðinum heldur á bílastæði sem var fyrir framan Landssímahúsið.“ sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Segja ekki byggt í Víkurgarði og hótel fær grænt ljós Ósk Lindarvatns ehf. um breytt deiliskipulag á Landsímareit vegna hótelbyggingar þar var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær.<br/>Á sama tíma ræddi kirkjuþing um bókun þar sem skorað er á yfirvöld að koma í veg fyrir framkvæmdir sem raski gröfum í Víkurgarði. 16. nóvember 2017 06:00 Varðmenn Víkurgarðs segja mörk hans rangfærð í deiliskipulaginu Hópur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs boðaði í gær til fundar sem svo skoraði einróma á borgarstjórn Reykjavíkur að varðveita hinn forna kirkjugarð Víkurkirkju allan sem almenningsgarð, alveg að austustu mörkum garðsins. 22. nóvember 2017 07:00 Sóknarnefnd segir deiliskipulag Landsímareits ólöglegt Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 13. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Segja ekki byggt í Víkurgarði og hótel fær grænt ljós Ósk Lindarvatns ehf. um breytt deiliskipulag á Landsímareit vegna hótelbyggingar þar var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær.<br/>Á sama tíma ræddi kirkjuþing um bókun þar sem skorað er á yfirvöld að koma í veg fyrir framkvæmdir sem raski gröfum í Víkurgarði. 16. nóvember 2017 06:00
Varðmenn Víkurgarðs segja mörk hans rangfærð í deiliskipulaginu Hópur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs boðaði í gær til fundar sem svo skoraði einróma á borgarstjórn Reykjavíkur að varðveita hinn forna kirkjugarð Víkurkirkju allan sem almenningsgarð, alveg að austustu mörkum garðsins. 22. nóvember 2017 07:00
Sóknarnefnd segir deiliskipulag Landsímareits ólöglegt Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 13. febrúar 2018 15:00