Óttast að humarveiðar leggist af Gissur Sigurðsson skrifar 26. september 2018 12:00 Humarbátum hefur fækkað mikið á undanförnum árum Vísir/Getty Humaraflinn á nýafstöðnu fiskveiðiári var aðeins 820 tonn upp úr sjó og hefur farið hríð lækkandi ár frá ári. Dæmi eru um að bátar hafi hætt veiðunum um mitt sumar og farið á fiskitroll í staðinn, þar sem humarveiðarnar stóðu vart undir sér og óttast Þeir að humarveiðar leggist alveg af, ef svo fer sem horfir. Aflinn á síðasta fiskveiðiári var 300 tonnum undir þeim kvóta, sem hafði verið gefinn út fyrir tímabilið og meira en helmingi minni en hann var til dæmis fyrir fimm árum, en síðan þá hefur hann lækkað ár frá ári. Hafrannsóknastofnun hefur vefið að. innleiða nýjar aðferðir við að meta ástand humarstofnsins og því var engin veiðiráðgjöf gefin út í haust fyrir kvótaárið sem hófst á, en nýverið var farið í leiðangur og lýkur úrvinnslu úr gögnum úr honum fyrir jól, og þá ætti ráðgjöfin að liggja fyrir öðru hvoru megin við áramót. Humarbátum hefur fækkað mikið á undanförnum árum, en Skinney Þinganes á Höfn er eitt þriggja stórra útgerðarfélaga, sem enn stunda humarveiðar. Aðalsteinn Ingólfsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í viðtali við Fréttastofu að afar óheppilegt gæti verið að stöðva veiðarnar alveg, því með veiðunum söfnuðust upplýsingar um stofninn í meira umfangi en Hafrannsóknastofnun hefði bolmagn til að safna. Humarinn veiddist líka á dreifðum svæðum allt frá Lónsdýpi við Hornafjörð vestur að Snæfellsnesi og að þeir bátar, sem enn stunduðu veiðarnar væru af og til að leita fyrir sér á þeim öllum, og safna um leið upplýsingum. Svo yrði bara að koma í ljós hvort veiðunum yrði sjálf hætt, en dæmi væru um niðursveiflur í stofninum áður, en svo hafi hann rétt fljótt úr sér aftur. Hornafjörður Sjávarútvegur Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Humaraflinn á nýafstöðnu fiskveiðiári var aðeins 820 tonn upp úr sjó og hefur farið hríð lækkandi ár frá ári. Dæmi eru um að bátar hafi hætt veiðunum um mitt sumar og farið á fiskitroll í staðinn, þar sem humarveiðarnar stóðu vart undir sér og óttast Þeir að humarveiðar leggist alveg af, ef svo fer sem horfir. Aflinn á síðasta fiskveiðiári var 300 tonnum undir þeim kvóta, sem hafði verið gefinn út fyrir tímabilið og meira en helmingi minni en hann var til dæmis fyrir fimm árum, en síðan þá hefur hann lækkað ár frá ári. Hafrannsóknastofnun hefur vefið að. innleiða nýjar aðferðir við að meta ástand humarstofnsins og því var engin veiðiráðgjöf gefin út í haust fyrir kvótaárið sem hófst á, en nýverið var farið í leiðangur og lýkur úrvinnslu úr gögnum úr honum fyrir jól, og þá ætti ráðgjöfin að liggja fyrir öðru hvoru megin við áramót. Humarbátum hefur fækkað mikið á undanförnum árum, en Skinney Þinganes á Höfn er eitt þriggja stórra útgerðarfélaga, sem enn stunda humarveiðar. Aðalsteinn Ingólfsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í viðtali við Fréttastofu að afar óheppilegt gæti verið að stöðva veiðarnar alveg, því með veiðunum söfnuðust upplýsingar um stofninn í meira umfangi en Hafrannsóknastofnun hefði bolmagn til að safna. Humarinn veiddist líka á dreifðum svæðum allt frá Lónsdýpi við Hornafjörð vestur að Snæfellsnesi og að þeir bátar, sem enn stunduðu veiðarnar væru af og til að leita fyrir sér á þeim öllum, og safna um leið upplýsingum. Svo yrði bara að koma í ljós hvort veiðunum yrði sjálf hætt, en dæmi væru um niðursveiflur í stofninum áður, en svo hafi hann rétt fljótt úr sér aftur.
Hornafjörður Sjávarútvegur Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira