Fótbolti

Enginn með betra markahlutfall en Belgar síðustu fjögur ár

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lukaku er duglegastur allra við markaskorun í liði Belga síðustu fjögur ár
Lukaku er duglegastur allra við markaskorun í liði Belga síðustu fjögur ár Vísir/Getty

Belgar eru það landslið í heiminum sem skorar hraðast. Þetta segir í grein belgíska miðilsins HLN.

Á fjórum árum hefur belgíska landsliðið bætt sögulega markatölu sína úr -3 í +99, það er 102 marka sveifla.

Árið 2014 gerði Belgía 2-2 jafntefli við Fílabeinsströndina í vináttulandsleik í aðdraganda HM 2014. Það var landsleikur númer 713 í sögu Belga og eftir þann leik hafði liðið skorað 1199 mörk og fengið 1202 á sig.

Eftir 4-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik um helgina er markatala Belga 1349 mörk skoruð og 1250 mörk fengin á sig. Þeir skoruðu því 150 mörk og fengu aðeins 48 á sig í 59 landsleikjum á fjórum árum.

Ekkert annað landslið í heiminum er með eins gott markahlutfall á þessu tímabili.

Romelu Lukaku á 36 mörk af þessum 150, eini maðurinn sem hefur gert betur í síðustu 59 landsleikjum er Robert Lewandowski sem er með 40 mörk fyrir Pólverja.

Lukaku mætir á Laugardalsvöll á morgun með félögum sínum í belgíska landsliðinu og spila þeir við Ísland í Þjóðadeildinni annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.