Innlent

Mölvaði hurð í Reykjanesbæ

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úr Reykjanesbæ.
Úr Reykjanesbæ. Vísir/GVA

Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir húsbrot og eignaspjöll í Reykjanesbæ. Maðurinn er búsettur erlendis og ekki íslenskur.

Atvikið sem ákært er fyrir átti sér stað aðfaranótt 2. september. Ákærða er gefið að sök að hafa farið inn um ólæstar dyr í hús í óleyfi meðan íbúar voru sofandi. Þar lagðist hann í sófa. Þegar húsráðandi varð var við hann krafðist hann þess að maðurinn yfirgæfi húsið. Maðurinn tók því illa og reyndi að komast aftur inn en án árangurs. Kastaði hann þá öskubakka í útidyrnar með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði. Viðgerð kostaði rúmar 60 þúsund krónur.

Þess er krafist að maðurinn mæti í fyrirtöku málsins 9. október. Mæti hann eigi verður fjarvist hans metin til jafns við að hann viðurkenni brot það sem ákært er fyrir og verður þá lagður á það dómur að honum fjarstöddum. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.