Fótbolti

UEFA ætlar að búa til þriðju Evrópukeppnina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sven-Göran Eriksson var siðasti stjórinn sem vann Evrópukeppni bikarhafa þegar hann stýrði Lazio til sigurs í keppninni vorið 1999.
Sven-Göran Eriksson var siðasti stjórinn sem vann Evrópukeppni bikarhafa þegar hann stýrði Lazio til sigurs í keppninni vorið 1999. Vísir/Getty

Við þekkjum öll Meistaradeildina í fótbolta og Evrópudeildina í fótbolta en nú er vona á nýrri Evrópukeppni hjá Knattspyrnusambandi Evrópu.

Hér áður fyrr voru keppnirnar þrjár, Evrópukeppni meistaraliða, Evrópukeppni bikarhafa og UEFA-bikarinn og nú styttist í það að þær verði þrjár á ný. BBC segir frá.

Andrea Agnelli, yfirmaður mótmála hjá UEFA, segir að ný keppni hafi fengið grænt ljós en nú sé aðeins beðið eftir því að ákvörðunin fari í gegnum kerfið.

Andrea Agnelli sagði frá þessu á fundi samtaka evrópska félagsliða í Króatíu. Nýja keppnin á að vera sett á laggirnar árið 2021.UEFA-bikarinn var stofnaður 1971 en hann varð seinna af Evrópudeildinni. Árið 1999 var Evrópukeppni bikarhafa lögð niður og sameinuð UEFA-bikarnum.

Það voru þrjár Evrópukeppnir í 28 ár en hafa nú verið aðeins tvær í nítján ár. Það mun væntanlega breytast aftur frá og með árinu 2021.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.