Fótbolti

UEFA ætlar að búa til þriðju Evrópukeppnina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sven-Göran Eriksson var siðasti stjórinn sem vann Evrópukeppni bikarhafa þegar hann stýrði Lazio til sigurs í keppninni vorið 1999.
Sven-Göran Eriksson var siðasti stjórinn sem vann Evrópukeppni bikarhafa þegar hann stýrði Lazio til sigurs í keppninni vorið 1999. Vísir/Getty
Við þekkjum öll Meistaradeildina í fótbolta og Evrópudeildina í fótbolta en nú er vona á nýrri Evrópukeppni hjá Knattspyrnusambandi Evrópu.

Hér áður fyrr voru keppnirnar þrjár, Evrópukeppni meistaraliða, Evrópukeppni bikarhafa og UEFA-bikarinn og nú styttist í það að þær verði þrjár á ný. BBC segir frá.

Andrea Agnelli, yfirmaður mótmála hjá UEFA, segir að ný keppni hafi fengið grænt ljós en nú sé aðeins beðið eftir því að ákvörðunin fari í gegnum kerfið.

Andrea Agnelli sagði frá þessu á fundi samtaka evrópska félagsliða í Króatíu. Nýja keppnin á að vera sett á laggirnar árið 2021.





UEFA-bikarinn var stofnaður 1971 en hann varð seinna af Evrópudeildinni. Árið 1999 var Evrópukeppni bikarhafa lögð niður og sameinuð UEFA-bikarnum.

Það voru þrjár Evrópukeppnir í 28 ár en hafa nú verið aðeins tvær í nítján ár. Það mun væntanlega breytast aftur frá og með árinu 2021.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×