Fótbolti

Leikmenn 1860 München ætla að spila í leðurbuxum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Daniel Wein er glæsilegur í nýja búningnum.
Daniel Wein er glæsilegur í nýja búningnum.

Þjóðverjar taka október-fest mjög alvarlega og ekkert lið sinnir hátíðinni betur en knattspyrnuliðið 1860 München.

Þeir búa alltaf til sérstakan október-fest búning og verður að viðurkennast að búningur ársins er einkar vel heppnaður.Treyjan eins og borðdúkur og svo glæsilegar lederhosen-buxur við treyjuna. Algjörlega til fyrirmyndar.

Liðið mun spila í þessum glæsilega búningi þann 22. september gegn Wehen Wiesbaden.

Þeir sem vilja kaupa þennan fallega búning geta gert það hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.