Skeljungur veðjar á vinsældir vetnisins Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. september 2018 07:00 Vetnisbílar hafa gengið í endurnýjun lífdaga, Margir spá því að þeir verði ofan á í kapphlaupinu við að leysa jarðefnaeldsneyti af. Vísir/Anton Brink Þriðja vetnisstöð Orkunnar verður opnuð á lóð fyrirtækisins við Miklubraut í Reykjavík um næstu áramót. Í dag eru aðeins 15 vetnisbílar í notkun á Íslandi en Skeljungur veðjar á að vetnisbílar muni geta leyst af hina hefðbundnu bensín- og dísilbíla. Rafmagnsbílar og raftvinnbílar ýmiss konar hafa notið sívaxandi vinsælda á undanförnum árum og gríðarleg aukning hefur orðið í sölu slíkra bíla. Líkt og rafbíllinn fyrir nokkrum árum eru vetnisbílar að ganga í endurnýjun lífdaga. Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins, dótturfélags Skeljungs, segir vetnisbílana sem nú eru í umferð að mestu í notkun hjá fyrirtækjum og stofnunum.Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins.„Síðan er Strætó að fara að koma inn með fimm vagna í lok næsta árs eða byrjun 2020 svo það verður mikil aukning samhliða því og í haust kemur framleiðslulína frá Hyundai svo það gætu verið að koma inn 10-30 fleiri bílar innan árs. En svo fer þetta eftir eftirspurn,“ segir hún um vetnisuppbygginguna. Hún lítur ekki svo á að vetnið eigi undir högg að sækja gagnvart rafmagninu sem hafi nú þegar nokkurra ára forskot í innviðauppbyggingu. Ingunn segir að litið sé svo á að rafmagnsbíllinn og vetnisbíllinn vegi hvor annan upp að sama markmiði. „Í raun væri besta útgáfan tvinnbíll vetnis og rafmagns. Þá ækir þú innanbæjar á rafmagninu og lengri leiðir á vetninu,“ segir Ingunn. „Úti í heimi er verið að veðja á að minni bílar verði rafmagnsbílar en stærri fólksbílar, trukkar, flugvélar og skip fari á endanum yfir á vetni.“ Hyundai varð fyrsti bílaframleiðandinn til að fjöldaframleiða vetnisbíla og væntanleg er ný lína vetnisbíla á árinu sem á að draga 600 til 800 kílómetra á umhverfisvænum orkugjafa. Aðspurð segir Ingunn að þar sem hægt sé að komast lengra á vetnisbílum en til að mynda rafbílum þá þurfi ekki eins margar stöðvar. En vissulega þurfi að bæta við til að ná hringinn um landið. Þá sé verið að skoða hugmyndir um umhverfisvænni leiðir til að flytja vetnið frá Hellisheiðarvirkjun. Meðal annars með lögnum. Fyrir voru vetnisstöðvar við Vesturlandsveg og í Reykjanesbæ.Uppfært klukkan 09:36 Athugasemd frá Strætó bs: „Viljum árétta að Strætó er þátttakandi í vetnisverkefni á vegum ESB og undirbúningur fyrir hugsanlegt útboð hefur staðið yfir síðastliðið ár. Engin endanleg ákvörðun hefur hins vegar verið tekin af hálfu stjórnar um kaup á vetnisvögnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Þriðja vetnisstöð Orkunnar verður opnuð á lóð fyrirtækisins við Miklubraut í Reykjavík um næstu áramót. Í dag eru aðeins 15 vetnisbílar í notkun á Íslandi en Skeljungur veðjar á að vetnisbílar muni geta leyst af hina hefðbundnu bensín- og dísilbíla. Rafmagnsbílar og raftvinnbílar ýmiss konar hafa notið sívaxandi vinsælda á undanförnum árum og gríðarleg aukning hefur orðið í sölu slíkra bíla. Líkt og rafbíllinn fyrir nokkrum árum eru vetnisbílar að ganga í endurnýjun lífdaga. Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins, dótturfélags Skeljungs, segir vetnisbílana sem nú eru í umferð að mestu í notkun hjá fyrirtækjum og stofnunum.Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins.„Síðan er Strætó að fara að koma inn með fimm vagna í lok næsta árs eða byrjun 2020 svo það verður mikil aukning samhliða því og í haust kemur framleiðslulína frá Hyundai svo það gætu verið að koma inn 10-30 fleiri bílar innan árs. En svo fer þetta eftir eftirspurn,“ segir hún um vetnisuppbygginguna. Hún lítur ekki svo á að vetnið eigi undir högg að sækja gagnvart rafmagninu sem hafi nú þegar nokkurra ára forskot í innviðauppbyggingu. Ingunn segir að litið sé svo á að rafmagnsbíllinn og vetnisbíllinn vegi hvor annan upp að sama markmiði. „Í raun væri besta útgáfan tvinnbíll vetnis og rafmagns. Þá ækir þú innanbæjar á rafmagninu og lengri leiðir á vetninu,“ segir Ingunn. „Úti í heimi er verið að veðja á að minni bílar verði rafmagnsbílar en stærri fólksbílar, trukkar, flugvélar og skip fari á endanum yfir á vetni.“ Hyundai varð fyrsti bílaframleiðandinn til að fjöldaframleiða vetnisbíla og væntanleg er ný lína vetnisbíla á árinu sem á að draga 600 til 800 kílómetra á umhverfisvænum orkugjafa. Aðspurð segir Ingunn að þar sem hægt sé að komast lengra á vetnisbílum en til að mynda rafbílum þá þurfi ekki eins margar stöðvar. En vissulega þurfi að bæta við til að ná hringinn um landið. Þá sé verið að skoða hugmyndir um umhverfisvænni leiðir til að flytja vetnið frá Hellisheiðarvirkjun. Meðal annars með lögnum. Fyrir voru vetnisstöðvar við Vesturlandsveg og í Reykjanesbæ.Uppfært klukkan 09:36 Athugasemd frá Strætó bs: „Viljum árétta að Strætó er þátttakandi í vetnisverkefni á vegum ESB og undirbúningur fyrir hugsanlegt útboð hefur staðið yfir síðastliðið ár. Engin endanleg ákvörðun hefur hins vegar verið tekin af hálfu stjórnar um kaup á vetnisvögnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira