Skeljungur veðjar á vinsældir vetnisins Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. september 2018 07:00 Vetnisbílar hafa gengið í endurnýjun lífdaga, Margir spá því að þeir verði ofan á í kapphlaupinu við að leysa jarðefnaeldsneyti af. Vísir/Anton Brink Þriðja vetnisstöð Orkunnar verður opnuð á lóð fyrirtækisins við Miklubraut í Reykjavík um næstu áramót. Í dag eru aðeins 15 vetnisbílar í notkun á Íslandi en Skeljungur veðjar á að vetnisbílar muni geta leyst af hina hefðbundnu bensín- og dísilbíla. Rafmagnsbílar og raftvinnbílar ýmiss konar hafa notið sívaxandi vinsælda á undanförnum árum og gríðarleg aukning hefur orðið í sölu slíkra bíla. Líkt og rafbíllinn fyrir nokkrum árum eru vetnisbílar að ganga í endurnýjun lífdaga. Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins, dótturfélags Skeljungs, segir vetnisbílana sem nú eru í umferð að mestu í notkun hjá fyrirtækjum og stofnunum.Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins.„Síðan er Strætó að fara að koma inn með fimm vagna í lok næsta árs eða byrjun 2020 svo það verður mikil aukning samhliða því og í haust kemur framleiðslulína frá Hyundai svo það gætu verið að koma inn 10-30 fleiri bílar innan árs. En svo fer þetta eftir eftirspurn,“ segir hún um vetnisuppbygginguna. Hún lítur ekki svo á að vetnið eigi undir högg að sækja gagnvart rafmagninu sem hafi nú þegar nokkurra ára forskot í innviðauppbyggingu. Ingunn segir að litið sé svo á að rafmagnsbíllinn og vetnisbíllinn vegi hvor annan upp að sama markmiði. „Í raun væri besta útgáfan tvinnbíll vetnis og rafmagns. Þá ækir þú innanbæjar á rafmagninu og lengri leiðir á vetninu,“ segir Ingunn. „Úti í heimi er verið að veðja á að minni bílar verði rafmagnsbílar en stærri fólksbílar, trukkar, flugvélar og skip fari á endanum yfir á vetni.“ Hyundai varð fyrsti bílaframleiðandinn til að fjöldaframleiða vetnisbíla og væntanleg er ný lína vetnisbíla á árinu sem á að draga 600 til 800 kílómetra á umhverfisvænum orkugjafa. Aðspurð segir Ingunn að þar sem hægt sé að komast lengra á vetnisbílum en til að mynda rafbílum þá þurfi ekki eins margar stöðvar. En vissulega þurfi að bæta við til að ná hringinn um landið. Þá sé verið að skoða hugmyndir um umhverfisvænni leiðir til að flytja vetnið frá Hellisheiðarvirkjun. Meðal annars með lögnum. Fyrir voru vetnisstöðvar við Vesturlandsveg og í Reykjanesbæ.Uppfært klukkan 09:36 Athugasemd frá Strætó bs: „Viljum árétta að Strætó er þátttakandi í vetnisverkefni á vegum ESB og undirbúningur fyrir hugsanlegt útboð hefur staðið yfir síðastliðið ár. Engin endanleg ákvörðun hefur hins vegar verið tekin af hálfu stjórnar um kaup á vetnisvögnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Þriðja vetnisstöð Orkunnar verður opnuð á lóð fyrirtækisins við Miklubraut í Reykjavík um næstu áramót. Í dag eru aðeins 15 vetnisbílar í notkun á Íslandi en Skeljungur veðjar á að vetnisbílar muni geta leyst af hina hefðbundnu bensín- og dísilbíla. Rafmagnsbílar og raftvinnbílar ýmiss konar hafa notið sívaxandi vinsælda á undanförnum árum og gríðarleg aukning hefur orðið í sölu slíkra bíla. Líkt og rafbíllinn fyrir nokkrum árum eru vetnisbílar að ganga í endurnýjun lífdaga. Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins, dótturfélags Skeljungs, segir vetnisbílana sem nú eru í umferð að mestu í notkun hjá fyrirtækjum og stofnunum.Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins.„Síðan er Strætó að fara að koma inn með fimm vagna í lok næsta árs eða byrjun 2020 svo það verður mikil aukning samhliða því og í haust kemur framleiðslulína frá Hyundai svo það gætu verið að koma inn 10-30 fleiri bílar innan árs. En svo fer þetta eftir eftirspurn,“ segir hún um vetnisuppbygginguna. Hún lítur ekki svo á að vetnið eigi undir högg að sækja gagnvart rafmagninu sem hafi nú þegar nokkurra ára forskot í innviðauppbyggingu. Ingunn segir að litið sé svo á að rafmagnsbíllinn og vetnisbíllinn vegi hvor annan upp að sama markmiði. „Í raun væri besta útgáfan tvinnbíll vetnis og rafmagns. Þá ækir þú innanbæjar á rafmagninu og lengri leiðir á vetninu,“ segir Ingunn. „Úti í heimi er verið að veðja á að minni bílar verði rafmagnsbílar en stærri fólksbílar, trukkar, flugvélar og skip fari á endanum yfir á vetni.“ Hyundai varð fyrsti bílaframleiðandinn til að fjöldaframleiða vetnisbíla og væntanleg er ný lína vetnisbíla á árinu sem á að draga 600 til 800 kílómetra á umhverfisvænum orkugjafa. Aðspurð segir Ingunn að þar sem hægt sé að komast lengra á vetnisbílum en til að mynda rafbílum þá þurfi ekki eins margar stöðvar. En vissulega þurfi að bæta við til að ná hringinn um landið. Þá sé verið að skoða hugmyndir um umhverfisvænni leiðir til að flytja vetnið frá Hellisheiðarvirkjun. Meðal annars með lögnum. Fyrir voru vetnisstöðvar við Vesturlandsveg og í Reykjanesbæ.Uppfært klukkan 09:36 Athugasemd frá Strætó bs: „Viljum árétta að Strætó er þátttakandi í vetnisverkefni á vegum ESB og undirbúningur fyrir hugsanlegt útboð hefur staðið yfir síðastliðið ár. Engin endanleg ákvörðun hefur hins vegar verið tekin af hálfu stjórnar um kaup á vetnisvögnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira